Sin City 2: Jessica Alba spennt

Jessica Alba gerði garðinn frægan í hlutverki sínu sem Nancy Callahan í fyrstu myndinni um Syndaborgina. Síðan þá hafa komið fréttir árlega um gerð nýrrar myndar en ekkert gerst fyrr en nú.

Tökur eru hafnar á Sin City: A Dame To Kill For og er Jessica Alba spennt og ánægð að fá að taka þátt í verkefninu.

,,Söguþráður Nancy er sjálfstæður, svo það var ekki mikið til þess að byggja á. Það var því sannur heiður að fylgjast með Robert Rodriguez og Frank Miller byggja fléttu út frá persónu Nancy.“ segir Alba.

,,Seinustu ár höfum við talað um að gera aðra mynd en ekkert gerst og velt fyrir okkur hvenær næsta mynd yrði gerð.“ segir Alba og heldur áfram ,,Þegar tökur hófust þá velti ég fyrir mér, er ég virkilega hér? Er þetta að gerast?“ segir Alba að lokum.

Með önnur hlutverk fara Mickey Rourke, Joseph Gordon-Levitt og Josh Brolin.

Sin City: A Dame To Kill For fer í kvikmyndahús þann 4 október næstkomandi.