Sjálfsvígssveitin langvinsælust

Síðastliðinn miðvikudag var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi og á streymisveitu HBO Max um nýliðna helgi. Íslendingar létu sig ekki vanta í bíó og rauk myndin í toppsæti aðsóknarlistans með yfir fimm þúsund gesti.

Um er að ræða sjálfstætt framhald DC-myndarinnar ‘Suicide Squad’ (2016) og heldur snillingurinn James Gunn – sem oft er kenndur við Slither og Guardians of the Galaxy-myndirnar frá Marvel Studios – um stjórntaumana sem leikstjóri og handritshöfundur.

Mælt með: Þetta eru lögin í The Suicide Squad

Með helstu hlutverk í The Suicide Squad fara Idris Elba, Margot Robbie, John Cena, Peter Capaldi, Viola Davis, Joel Kinnaman og Daniela Melchior.

Ævintýramyndin Jungle Cruise hafnaði í þriðja sæti aðsóknarlistans, eftir að hafa áður rokið beint á toppinn, á eftir teiknimyndinni The Boss Baby: Family Business.

Stórmyndirnar Space Jam: A New Legacy, Black Widow, Saumaklúbburinn og A Quiet Place: Part II halda enn sínu striki.

Heildarlistann má sjá hér að neðan.