Skrautlegir leigumorðingjar pósa á plakötum

Fimm leigumorðingjar um borð í hraðlest komast að því að einhver skyldleiki er með verkefnum þeirra allra. Þetta er söguþráður spennutryllisins Bullet Train, eða Ofurhraðlestin, í lauslegri íslenskri snörun.

Þó myndinni sé lýst sem spennumynd og spennutrylli er stutt í grínið ef eitthvað er að marka stikluna sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.

Kvikmyndin kemur í bíó á Íslandi 3. ágúst nk. eða rétt eftir Verslunarmannahelgina.

Hér fyrir neðan eru splunkuný plaköt með persónum og leikendum myndarinnar, fólki eins og Brad Pitt, Joey King og Aaron Taylor-Johnson svo einhver séu nefnd.

Joey King sem Prince
Logan Lerman.
Zazie Beetz.
Aaron Taylor-Johnson sem Tangerine.
Brian Tyree Henry sem Lemon.
Brad Pitt sem Ladybug.
Andrew Koji sem Kimura.