Suicide Squad og Leynilíf gæludýranna áfram í fyrsta og öðru sæti

Ofurhetjumyndin Suicide Squad heldur toppsætinu á íslenska bíóaðsóknarlistanum sem kom út rétt í þessu, og hefur nú verið aðsóknarmesta myndin á Íslandi, sem og í Bandaríkjunum, í tvær vikur í röð. Í humátt á eftir fylgir, rétt eins og síðustu viku, teiknimyndin Leynilíf gæludýranna, en hún var einnig í öðru sæti í síðustu viku.

suicide_squad_a

Þriðja vinsælasta myndin á Íslandi í dag er svo gamanmyndin Bad Moms. 

Ein ný mynd er á listanum að þessu sinni, spennumyndin Nerve sem kemur beint inn í fimmta sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice