Tíðindalaust á toppnum

Það er heldur tíðindalítið á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndirnar í tveimur efstu sætunum eru á nákvæmlega sama stað og fyrir viku síðan; Minions í því fyrsta og Ant-Man í öðru sæti.

pixels-image-7-18

Í þriðja og fjórða sæti koma svo tvær af nýju myndum helgarinnar. Pixels, nýjasta Adam Sandler myndin, fer beint í þriðja sætið og Paper Towns fer beint í það fjórða. Í fimmta sætinu situr teiknimyndin Inside Out rétt eins og í síðustu viku, en í sjötta sætinu er þriðja nýja mynd helgarinnar, hrollvekjan The Gallows. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxofficeicel