Tvær nýjar í bíó – Creed og Úbbs! Nói er farinn …

Tvær nýjar myndir verða frumsýndar í Sambíóunum á föstudaginn næsta, þann 22. janúar. Annarsvegar er það boxmyndina Creed og hinsvegar teiknimyndinni Úbbs! Nói er farinn…

Í Creed leikur Sylvester Stallone Rocky Balboa þar sem hann er orðinn þjálfari ungs og upprennandi boxara. Sylvester Stallone hlaut Golden Globe verðlaunin nýverið fyrir túlkun sína á Balboa, ásamt því sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:

Adonis Johnson þekkti aldrei föður sinn, hnefaleikameistarann Apollo Creed, sem lést áður en Adonis fæddist. En boxið er í blóði Adonis og til að láta á sig reyna fyrir alvöru leitar hann uppi fyrrverandi andstæðing föður síns og síðar besta vin, Rocky Balboa.

creedCreed er önnur bíómynd leikstjórans Ryans Coogler sem gerði hina margverðlaunuðu mynd Fruitvale Station fyrir þremur árum en Michael B. Jordan, sem hér leikur Adonis Johnson, sló í gegn í aðalhlutverkinu í þeirri mynd. „Það er því engin tilviljun að þeir tveir skuli vinna hér saman á ný og rétt eins og Fruitvale Station þykir Creed alveg frábær mynd, ekki bara fyrir unnendur Rocky-sögunnar heldur allt kvikmyndaáhugafólk því sagan í henni stendur algjörlega sjálfstæð og fyrir sínu ein og sér,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

Aðalhlutverk: Michael B. Jordan, Sylvester Stallone, Tessa Thompson, Phylicia Rashad og Tony Bellew

Leikstjórn: Ryan Coogler

Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi og Króksbíó Sauðárkróki

Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára.

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Þegar Sylvester Stallone gerði hina þrælgóðu Rocky Balboa árið 2006 taldi hann sig vera að gera síðustu myndina í Rocky-sögunni. Hann var því ekki hrifinn þegar Ryan Coogler bar hugmyndina að Creed undir hann og sagði gerð hennar ekki koma til greina og því síður að hann myndi leika í henni. En Ryan gafst ekki upp og eftir að honum tókst að fá Stallone til að lesa handritið skipti sá gamli um skoðun og sér áreiðanlega ekki eftir því.

kdkdkdÚbbs! Nói er farinn …

Í þessari nýju teiknimynd er Nói búinn að vera að safna öllum dýrunum í örkina en virðist hafa gleymt tveimur skrítnum dýrategundum, sem laumast um borð. Börn þeirra falla síðan fyrir borð og dýrin þurfa að ná stjórn á Örkinni áður en Nói siglir of langt í burtu. Á sama tíma þarf ungviðið að ráðast í heljarinnar ævintýri og koma sér upp á stórt og hættulegt fjall þar sem flóðið nálgast. Gallinn er hinsvegar ekki einungis flóðið sem sækir að heldur eru einnig allskyns óargardýr og hættur sem leynast þar. Það er því ljóst að ef þetta á að ganga eftir þurfa krakkarnir að vinna saman ellegar er hætt við því að illa fari.

Skoðaðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Aðalhlutverk:
Íslensk talsetning: Grettir Valsson, Agnes Björt Andradóttir, Ævar Þór Benediktsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Steinn Ármann Magnússon og Guðmundur Ólafsson

Leikstjórn: Elva Ósk Ólafsdóttir

Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri

Aldurstakmark: Öllum Leyfð