Van Damme og græna tjaldið

Slagsmálastjarnan og kvikmyndaleikarinn Jean-Claude Van Damme gefur nú hverjum sem er kost á að myndvinna atriði með honum í aðalhlutverki.

Leikarinn skellti sér fyrir framan grænt tjald (e. green screen) á dögunum og tók upp margar klassískar hreyfingar og setningar svo allir þeir sem kunna á myndvinnsluforrit geti sett saman sitt eigið myndefni með honum.

maxresdefault

Eins og flestir vita þá er hægt að gera nánast hvað sem er með grænu tjaldi og myndvinnsluforriti og er þetta ein vinsælasta aðferðin til þess að búa til myndbrellur í kvikmyndum.

Hér að neðan má sjá myndbandið með Van Damme og svo nokkrar stórskemmtilegar útgáfur frá þeim sem hafa leikið sér með myndefnið.