Verður Joaquin Jesús Kristur?

Vefritið Vulture segir frá því að Walk the Line leikarinn Joaquin Phoenix sé núna í sigti framleiðanda myndarinnar Mary Magdalene, í hlutverk Jesú Krists, en þar myndi hann leika á móti Rooney Mara.

joaquin phoenix

Myndin fjallar um líf Maríu Magdalenu, sem var einn af traustum fylgjendum Jesú, og sögð hafa orðið vitni að krossfestingu hans og upprisu.

Einnig átti hún forsögu sem vændiskona.

María Magdalena hefur verið túlkuð oftar en einu sinni á hvíta tjaldinu. Barbara Hershey lék hana í mynd Martin Scorsese, The Last Temptation of Christ, en eins og frægt varð þá var í myndinni ímynduð sena af Maríu og Jesú í ástaratloum, auk þess sem þau eignuðust barn saman.

Monica Bellucci lék Maríu í Jesúmynd Mel Gibson, The Passion Of The Christ, og Anne Bancroft lék hana árið 1977 í sjónvarpsþáttunum Jesus Of Nazareth.

Phoenix sást síðast í Woody Allen myndinni Irrational Manh og mun leika í mynd Casey Affleck, Far Bright Star.