1 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Jared Hess
Leikarar: Jason Momoa, Jack Black, Sebastian Eugene Hansen, Emma Myers, Danielle Brooks, Jennifer Coolidge, Jemaine Clement, Kate McKinnon
Velkomin í Minecraft heiminn þar sem sköpunargáfan hjálpar þér ekki aðeins að skapa, heldur er þér lífsnauðsynleg! Fjórar ólíkar persónur, Garrett "The Garbage Man" Garrison, Henry, Natalie og Dawn dragast skyndilega inn um dularfull hlið inn í Overworld: undarlegt kubba-ævintýraland sem lifir á ímyndunarafli. Til að ná að komast aftur heim þá þurfa þau að læra á þennan heim og vernda hann gegn illum öflum eins og Piglins og Uppvakningum. Einnig þurfa þau að fara í töfraferð með nýjum smiði, Steve. Saman mun ævintýrið reynast mikil áskorun fyrir hina skapandi eiginleika hvers og eins - sömu eiginleika og þau nota í raunheimum.
2 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Ryan Coogler
Leikarar: Michael B. Jordan, Hailee Steinfeld, Wunmi Mosaku, Jack O'Connell, Delroy Lindo, Jayme Lawson, Omar Benson Miller, Li Jun Li, Lola Kirke, David Maldonado, Gralen Bryant Banks, Christian Robinson, Deneen Tyler, Theodus Crane
Tvíburabræður í leit að betra lífi snúa aftur í gamla heimabæinn. Þar býður þeirra meiri illska en þeir hafa áður kynnst.
3 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Gavin O'Connor
Leikarar: Ben Affleck, Jon Bernthal, Cynthia Addai-Robinson, J.K. Simmons, Daniella Pineda, Robert Morgan, Grant Harvey, John Patrick Jordan, Paula Rhodes, Fernando Chien, Michael Tourek, Robert Keith, Megan Grano, Joe Holt
Þegar fyrrum yfirmaður Marybeth Medina er drepinn af óþekktum leigumorðingjum neyðist hún til að leita hjálpar hjá Christian Wolff. Með hjálp bróður síns, hins stórhættulega Brax, hefst hinn bráðsnjalli Wolff handa við að leysa málið og notar til þess vafasamar aðferðir að vanda.
4 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn George Lucas
Leikarar: Hayden Christensen, Ewan McGregor, Natalie Portman, Ian McDiarmid, Harriet Sansom Harris, Samuel L. Jackson, Jimmy Smits, Frank Oz, Anthony Daniels, Christopher Lee, Keisha Castle-Hughes, Silas Carson, Benjamin Mouton, Wayne Pygram, E. E. Clive, Temuera Morrison, David Bowers, Oliver Ford Davies, Ahmed Best, Jeremy Bulloch, Kenny Baker, Peter Mayhew, Joel Edgerton, Bonnie Piesse
Nú eru þrjú ár liðin frá klónastríðunum ( e. the Clone Wars ). Leiðtogi vélmennahersins, Grievous hershöfðingi, hefur klófest Palpatine forsætisráðherra og heldur honum um borð í skipi sínu, Ósýnilegu hendinni. Jedi meistarinn Obi-Wan Kenobi og Jedi riddarinn Anakin Skywalker þurfa að ná að komast ómeiddir í gegnum Coruscant, og fara til Ósýnilegu handarinnar til að geta bjargað forsætisráðherranum. En um það bil þegar þeir eru að ná því að bjarga ráðherranum, þá birtist Dooku greifi. Obi-Wan og Anakin berjast báðir við hann sem endar með því að Obi-Wan missir meðvitund. Anakin gerir sér lítið fyrir og sneyðir af Dooku höfuðið og drepur hann. Anakin heldur á Obi-Wan, og Palpatine eltir hann. Þeir hitta Grievous hershöfðingja augliti til auglitis, og Anakin reynir að fljúga skipinu svo þeir geti lent örugglega á Coruscant. Seinna fer Palpatine að hegða sér undarlega, og reynir í sífellu að fá Anakin til að trúa því að Jedi öldungaráðið sé á móti honum. Að lokum, kemur í ljós að hann er hinni myrki og illi Lord of the Sith. Nú þarf jedi meistarinn Mace Windu að berjast gegn honum ....
5 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Jon Holmberg
Villa hefur alltaf dreymt um að verða ofurhetja og berjast við glæpi við hlið föður síns. Þessi draumur verður að engu þegar litli bróðir Villa, Kalli, fæðist. Kalli fær alla athyglina og að auki hefur hann ofurkrafta. Þegar ofur- illmenni og illur vísindamaður stefna á að taka yfir borgina, verða Villi og Kalli að leggja ágreining sinn til hliðar og vinna saman sem teymi. Geta ungabarn og öfundsjúkur bróðir hans bjargað borginni?
6 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaHrollvekja
Leikstjórn David F. Sandberg
Leikarar: Ella Rubin, Michael Cimino, Odessa A'zion, Ji-young Yoo, Belmont Cameli, Maia Mitchell, Peter Stormare, Willem van der Vegt
Ári eftir að systir hennar Melanie, hvarf á dularfullan hátt, leita Clover og vinir hennar að svörum í afskekktum dalnum þar sem hún hvarf. Þegar þau koma í yfirgefinn skála lenda þau í grímuklæddum morðingja sem myrðir þau hvert á eftir öðru ... en svo byrjar allt upp á nýtt og þau eru föst í tímalykkju og þurfa að þrauka til morguns.
7 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn James Hawes
Leikarar: Rami Malek, Holt McCallany, Rachel Brosnahan, Laurence Fishburne, Julianne Nicholson, Caitríona Balfe, Jon Bernthal, Adrian Martinez, Marc Rissmann, Alice Hewkin, Christy Meyer, Henry Garrett
Bráðsnjall en einrænn dulmálssérfræðingur hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, tekur málin í eigin hendur þegar yfirmenn hans halda að sér höndum, eftir að eiginkona hans lætur lífið í hryðjuverkaárás í Lundúnum.
8 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Hastings
Þegar tryggur lögregluhundur og lögregluþjónninn eigandi hans slasast báðir í vinnunni á sama tíma, fara þeir í aðgerð sem heppnast ekki betur en svo að þeir blandast saman og Hundmann verður til. Hundmann ætlar sér að vernda og þjóna - og sækja, sitja og velta sér. Á sama tíma og Hundmann venst nýjum veruleika og reynir að vekja aðdáun yfirmannsins verður hann að stöðva ill áform ofurþorparans og kattarins Petey.
9 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Marc Webb
Leikarar: Rachel Zegler, Gal Gadot, Andrew Burnap, Lorena Andrea, Emilia Faucher, Ansu Kabia, Colin Michael Carmichael, Luisa Guerreiro, Eddison Burch
Prinsessa og sjö dvergar reyna að frelsa konungsríki prinsessunnar úr höndum illrar stjúpu hennar, Vondu drottningarinnar.
10 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Leikstjórn Payal Kapadia
Leikarar: Kani Kusruti, Divya Prabha, Chhaya Kadam, Hridhu Haroon, Azees Nedumangad, Anand Sami, Lovleen Mishra
Daglegt líf hjúkrunarfræðingsins Prabha, sem býr í Mumbai á Indlandi, fer úr skorðum þegar hún fær óvænta gjöf frá fyrrum eiginmanni sínum. Yngri herbergisfélagi hennar, Anu, reynir að finna stað í borginni þar sem hún getur verið ein með kærastanum. Ferð í strandbæ gerir þeim kleift að finna næði fyrir þrár sínar og drauma.
11 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Leikarar: Meghann Fahy, Brandon Sklenar, Violett Beane, Gabrielle Ryan, Jeffery Self, Ed Weeks, Travis Nelson, Fiona Browne, Tara Mae
Einstæð móðir og ekkja, Violet, er að fara á sitt fyrsta stefnumót í mörg ár á flottu veitingahúsi. Það verður henni mikill léttir að sjá að maðurinn, Henry, er bæði meira heillandi og myndarlegri en hún bjóst við. En andrúmsloftið milli þeirra fer að súrna þegar hún fer stöðugt að fá einhver nafnlaus skilaboð í símann.
12 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Steven Soderbergh
Leikarar: Callina Liang, Lucy Liu, Chris Sullivan, Eddy Maday, Julia Fox, Lucas Papaelias, West Mulholland, Natalie Woolams-Torres
Payne fjölskyldan vill breyta til og byrja upp á nýtt, eftir að hafa lent í áfalli. Hún ákveður því að kaupa 100 ára gamalt hús í úthverfinu. En hús, rétt eins og fólk, geta veikst. Smátt og smátt fer fjölskyldan að verða vör við einhvern óhugnað sem flýtur á milli ganga og herbergja og fylgist með hverju skrefi íbúa. Óvætturinn er ekki ánægður með þessa innrás í húsið enda er þetta hans hús. En hvernig mun fjölskyldunni ganga að losna við þennan illa anda?
13 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Gints Zilbalodis
Kisi er einmana dýr og eftir mikið flóð finnur hann skjól á báti þar sem allskonar dýr búa. Nú upphefst ævintýraferð þar sem samvinna dýranna skiptir öllu máli.
14 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Luca Guadagnino
Leikarar: Daniel Craig, Drew Starkey, Jason Schwartzman, Henrique Zaga, Drew Droege, Ariel Schulman, Daan de Wit, Colin Bates
Við erum stödd í Mexíkóborg á sjötta áratugnum þar sem við fylgjumst með amerískum innflytjanda á fimmtugsaldri sem lifir einangruðu lífi í fámenni. Þegar ungur námsmaður birtist á svæðinu, vaknar löngun mannsins til að mynda loks djúpstæða tengingu við einhvern.
15 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Gaman
Leikstjórn Juuso Laatio, Jukka Vidgren
Leikarar: Johannes Holopainen, Samuli Jaskio, Chike Ohanwe, Anna-Maija Ihander, Karolis Kasperavicius, David Bredin, Mats Eldøen, Sinikka Mokkila, Moa Kikuchi
Heimsins þyngsta - og skrítnasta - dauðarokksband, Impaled Rektum, afplánar dóm í notalegasta fangelsi Noregs. Þeir heyra að hreindýrabú foreldra gítaristans Lotvonen verði boðið upp vegna veikinda föður hans og þeir vilja halda tónleika til að bjarga búinu. Þeir komast út úr fangelsinu og halda af stað á stærstu þungarokkshátíð heimsins, Wacken í Þýskalandi.
16 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDramaHrollvekja
Leikstjórn Emilie Blichfeldt
Við fylgjumst með Elvíru í baráttu við töfrandi stjúpsystur sína í ævintýraheimi þar sem fegurð ræður ríkjum. Hún grípur til öfgakenndra aðferða til að heilla prinsinn, mitt í miskunnarlausri samkeppni um líkamlega fullkomnun.
17 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDramaGlæpa
Leikstjórn Alain Guiraudie
Leikarar: Félix Kysyl, Catherine Frot, Jacques Develay, Jean-Baptiste Durand, David Ayala, Serge Richard, Tatiana Spivakova, Elio Lunetta, Sébastien Faglain, Salomé Lopes
Jérémie er mættur í heimabæ sinn í jarðarför fyrrverandi yfirmanns síns, sem er bakarinn í þorpinu. Hann ákveður að staldra við í nokkra daga og búa hjá ekkju mannsins.
Dularfullt mannshvarf, ógnandi nágranni og prestur sem ekki er allur þar sem hann er séður....
18 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Mohammad Rasoulof
Leikarar: Soheila Golestani, Missagh Zareh, Mahsa Rostami, Setareh Maleki, Niousha Akhshi, Reza Akhlaghirad
Við fylgjumst með fjölskyldu rannsóknardómara þar sem byssan hans hverfur óvænt á sama tíma og heljarinnar mótmæli brjótast út í Teheran höfuðborg Írans. Innan áður samheldinnar fjölskyldu hans myndast eitrað andrúmsloft…
19 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
RómantíkDrama
Leikstjórn Dag Johan Haugerud
Leikarar: Andrea Bræin Hovig, Tayo Cittadella Jacobsen, Thomas Gullestad, Lars Jacob Holm, Marte Engebrigtsen, Marian Saastad Ottesen, Morten Svartveit, Brynjar Åbel Bandlien, Svein Tindberg, Tov Sletta, Paal Herman Ims, Sigrid Huun
Læknirinn Marianne og hjúkrunarfræðingurinn Tor, forðast sambönd. Eftir að þau hittast á ferju þar sem Tor leitar að skyndikynnum, byrjar Marianne að kanna möguleikann á skyndilegri nánd og dregur í efa hefðbundin viðmið samfélagsins.
20 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDrama
Leikstjórn Maryam Moghadam, Behtash Sanaeeha
Hin sjötuga Mahin hefur búið ein í Tehran í Íran síðan eiginmaður hennar lést og dóttir hennar fór til Evrópu. Dag einn, þegar hún er að drekka te með vinum sínum, breytir hún út af vananum og blæs nýju lífi í ástarlíf sitt.