Leikarinn viðkunnalegi Ben Affleck hefur á stundum ekki verið heppinn í hlutverkavali sínu. Til að mynda hafa myndir eins og Pearl Harbor, Reindeer Games, Bounce , Armageddon og Forces of Nature ekki þótt góðar. Nú virðist hann hins vegar kominn á beinu brautina því fram undan hjá honum er Daredevil en hún lofar mjög góðu, nýju Jack Ryan myndina The Sum Of All Fears þar sem hann tekur við sem Jack Ryan af Harrison Ford og nú síðast Gone, Baby, Gone. Er hún byggð á einkaspæjarasögu eftir Dennis Lehane sem þykir afar góð. Þar mun hann leika einkaspæjara einn, en hann á sér kvenkyns félaga og leysa þau saman vandasamt mál í Boston. Ekki er komið á hreint hverjir aðrir munu leika í myndinni, en hún þykir vera heitt verkefni í Hollywood.

