Banks blakaði höndunum

Kvikmyndavefsíðan Screen Rant tók tvo af aðalleikurum teiknimyndarinnar Anda, eða Migration, tali á dögunum en myndin var frumsýnd hér á landi fyrir helgi.

Elizabeth Banks, sem fer með hlutverk Pam, segir að stór hluti talsetningarinnar hafi farið fram í faraldrinum. „Ég smeygði mér í gegnum hljóðverið án þess að hitta neinn, var með grímu og fór svo inn í glerbúr og vinkaði fólki hinum megin. Svo töluðum við saman í gegnum tölvuna. Myndavél var beint að mér allan tímann og svo var bara að henda sér í þetta. Ég fór úr skónum og blakaði höndum eins og ég væri að fljúga. Þetta var mjög líkamlegt og þegar þú dansar þá dansarðu. Þú þarft virkilega að lifa þig inn í þetta. Og þarna var ég alein í básnum að haga mér eins og brjálæðingur!“

Endur (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 72%

Andafjölskylda reynir að sannfæra ofverndandi föðurinn um að fara í besta sumarfrí allra tíma....

Leikararnir eru vanir talsetningum og léku t.d. bæði í LEGO Movie. Spurð að undirbúningi segir Kumail Nanjiani sem leikur Mack: „Ég í raun undirbý mig ekkert fyrir teiknimyndir. Ég undirbý mig fyrir önnur hlutverk, en þarna hefurðu svo góðan tíma til að velta hlutum fyrir þér, þannig að ég læt leikstjórann bara leiðbeina mér.“

Banks segist á móti undirbúa sig líkamlega og Nanjiani tekur undir það.
„Þetta er mjög þreytandi! Og líka fyrir röddina. Og ég reyni að sofa vel áður en ég mæti. En hann hefur þó ekki á röngu að standa! Þetta tekur góðan tíma og þú færð alltaf tækifæri á að endurtaka ef þörf er á,“ segir Banks.

Spurð að því hversu mikið af teikningum þau hafa til að styðjast við þegar þau eru að leika segir Banks að þeim séu sýndar skissur mjög snemma. Nanjiani tekur undir það. „Þetta er auðvitað á hugmyndastigi, en eftir því sem myndin þróast, þá færðu að sjá atriði jafnóðum og þú leikur í þeim og það er mjög spennandi.“

Föst í hjólfari

Endur segja frá Mallard fjölskyldunni sem er dálítið föst í sama hljólfarinu. Á meðan pabbinn, Mack, passar upp á alla og vill helst ekki breyta neinu í tjörninni í New England, þá er mamman, Pam, æst í að breyta til og sýna börnunum, unglingnum Dax og dótturinni Gwen, heiminn. Eftir að fjölskylda á langferð tyllir sér á tjörnina og segir spennandi sögur, þá sannfærir Pam Mack um að fara í fjölskylduferð til Jamaica með viðkomu í New York.