Splunkuný ofurhetja kynnt til sögunnar

Leikstjórinn, Rasmus A. Sivertsen, sem er einn afkastamesti leikstjóri Skandinavíu, segir í kynningarefni myndarinar að sig hafi langað að gera ofurhetjumynd sem myndi hlýja fólki um hjartaræturnar og væri skemmtileg og mögnuð fyrir alla fjölskylduna.

Teiknimyndin fjallar um Hedvig, ellefu ára gamla lífsglaða tölvuleikjastelpu, sem skyndilega neyðist til að taka að sér að vera ofurhetja bæjarins þó hún hafi enga ofurhæfileika. Þvert á móti er hún bæði nærsýn og klaufaleg.

Ofurljónið (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.3

Líf hinnar ellefu ára gömlu tölvuleikjastelpu Hedvig breytist snögglega þegar hún neyðist til að leysa föður sinn af sem ofurhetja bæjarins, mun fyrr en búist var við. En Hedgvig er ekki ofurhetja og áskoranirnar eru mun meiri en faðir hennar bjóst við. Hann áttar sig fljótt á ...

Hedvig þarf því að finna eigin leið til að verða ofurhetja … eða þarf hún að verða ofur eftir allt saman?

Ofurljónið er einstök ofurhetjuhugmynd sem ekki er byggð á áður útgefnu efni. Kvikmyndin tengir saman hinn sígilda ofurhetjumyndaflokk innan kvikmyndalistarinnar og hversdagslegt norrænt líf og kynnir til sögunnar splunkunýja ofurhetju: Ofurljónið!

Ofurljónið er verndari lítils bæjar. Fólkið í bænum er góðu vant og veit að Ofurljónið reddar alltaf öllu. Það er því þung byrði lögð á herðar Hedvig þegar hún þarf að leysa föður sinn af hólmi sem Ofurljón bæjarins.

Saga úr samtímanum

„Það hefur verið sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að segja sögu úr samtímanum,“ segir leikstjórinn. „Hún gerist í nútímanum og fæst við efni sem allir ættu að kannst við í dag, eins og: Hvernig bregðast börn við miklum væntingum foreldra og umhverfis? 

Þetta er þema, sem ég sem faðir, er mjög upptekinn af. Margir krakkar finna pressuna frá samfélagsmiðlum, skóla, fjölskyldu og vinum um að vera fullkomin. Myndin fjallar um hvort þú þurfir endilega að vera ofur eða hvort það er í lagi að vera bara ófullkominn sjálfur.

Teiknimyndaformið gefur mér svo tækifæri til að gera þetta með leikgleði, kaldhæðni og gamansemi að vopni.

Tölvuleikir eru uppáhalds tómstundagaman margra krakka. Hafandi sjálfur gaman af tölvuleikjum þá vildi ég hafa tölvuleiki sem hluta af sögunni og sýna að það gæti verið ofurhæfileiki. Tölvuleikir gefa einnig sjónrænt og tónlistarlegt elment í gegnum alla myndina.“

Hefur gert 12 myndir

Sivertsen hefur leikstýrt fjölda teiknaðra sjónvarpsþáttaraða og auglýsinga. Einnig hefur hann leikstýrt tólf myndum í fullri lengd, þar á meðal Kurt Turns Evil (2008), Tveimur Ploddy the Police Car (2010, 2013), Louis & Luca and the Snow Machine(2013), In the Forest of Huckybucy (2016), Louis & Luca – Mission to the Moon (2018) og Three Robbers and a Lion (2022)

Just super var valin besta myndin á Norwegian Children’s Film Award 2022 og vann áhorfendaverðlaunin á barnakvikmyndahluta TIFF.

Hún hefur einnig verið valin til þátttöku á kvikmyndahátíðum eins og Fredrikstad Animation Festival 2022, Berlin International Film Festival 2023, Hong Kong Kids International Film Festival 2023, Zlin International Film Festival for Children and Youth 2023 og Giffoni Film Festival 2023.