Barbie æðið heldur áfram

Sannkallað Barbie æði hefur gripið um sig á landinu og er ekkert lát þar á. Kvikmyndin um dúkkuna góðu situr enn sem fastast í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans og hafa nú 64 þúsund manns séð myndina.

Barbie segir frá því þegar aðalhetjan fer yfir í raunheima og Ken fylgir með. Ken áttar sig á því að í raunheimum er svokallað feðraveldi við lýði, öfugt við Barbie heiminn þar sem konurnar ráða öllu. Þegar hann kemur aftur heim ákveður hann að breiða út boðskapinn.

Ný mynd er komin í annað sæti topplistans. Þar eru á ferð ninja skjaldbökurnar í Teenage Mutant Ninja Turtles: Mutan Mayhem en nærri 1.700 manns sáu myndina um helgina.

Í þriðja sætinu er svo Oppenheimer með 1.300 áhorfendur.

Nýjar í fimmta og sjötta

Tvær nýjar myndir til viðbótar komu í kvikmyndahús um helgina. Hin æsipspennandi kappakstursmynd Gran Turismo fór beint í fimmta sætið og hrollvekjan Talk to Me í það sjötta.

Sjáðu íslenska aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: