Bleikt áfram ríkjandi topplitur

Hinn bleiki og fullkomni heimur Barbie heldur áfram að heilla íslenska bíógesti, eins og reyndar í Bandaríkjunum og víðar. Nýlega fór myndin yfir eins milljarðs dala tekjumarkið í Bandaríkjunum en Greta Gerwig leikstjóri er fyrsti kvenleikstjórinn sem nær þeim stóra áfanga.

Hér á Íslandi siglir Barbie óðfluga að eitt hundrað milljóna króna markinu en eftir sýningar síðustu helgar eru tekjur myndarinnar rúmar 93 milljónir króna samtals.

Nolan áfram í öðru sæti

Í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans er Oppenheimer, mynd Christopher Nolans, en í því þriðja er ný mynd, Meg 2: The Trench, með megatöffaranum Jason Statham í aðalhlutverki að slást við risaeðlur og ofurhákarla.

Hin nýja mynd síðustu helgar, Haunted Mansion, fer beint í sjötta sæti listans.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: