Brosa allan hringinn

Broskallarnir, sem íslenskufræðingar vilja kalla Tjákn, brosa nú allan hringinn því myndin þeirra, Emoji myndin, fór ný á lista beint í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina.

Toppmynd síðustu viku, myndin sem situr aðra vikuna á röð á toppi bandaríska aðsóknarlistans, hin bráðskemmtilega The Hitman´s Bodyguard, þokaðist niður í annað sætið á milli vikna.

Þriðja sætið féll svo Everything, Everything í té, en hún er einnig ný á lista.

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum þessa vikuna. Spennumyndin Kidnap með Halle Berry fór beint í fimmta sætið, Logan Lucky eftir Steven Soderbergh fór beint í áttunda sætið og BPM 120 Beats Per Minute settist í 25. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: