„Batman“ æfir tvo tíma á dag

ben affleckBen Affleck, sem í gær var ráðinn í hlutverk leðurblökumannsins, eða Batman, í Man of Steel 2, þar sem DC Comics ofurhetjurnar Batman og Superman munu berjast við illþýði og þorpara í sameiningu, æfir nú af kappi fyrir hlutverkið samkvæmt US tímaritinu. 

supermanSamkvæmt heimildum blaðsins þá æfir Affleck nú tvo tíma á dag til að koma sér í form fyrir hlutverkið, en hann má skiljanlega ekki vera minni maður en Henry Cavill sem leikur Superman!

„Við vissum að við yrðum að fá einstakan leikara til að túlka þessa sívinsælu hetju, og Ben Affleck passar fullkomlega í hlutverkið. Ferill hans er frábær og ber hæfileikum hans fagurt vitni,“ sagði Greg Silverman hjá Warner Bros um ráðningu Affleck í hlutverkið.

Leikstjóri myndarinnar verður sá sami og gerði Man of Steel, Zack Snyder, og Cavill mun að sjálfsögðu snúa aftur sem Superman.

 

"Batman" æfir tvo tíma á dag

ben affleckBen Affleck, sem í gær var ráðinn í hlutverk leðurblökumannsins, eða Batman, í Man of Steel 2, þar sem DC Comics ofurhetjurnar Batman og Superman munu berjast við illþýði og þorpara í sameiningu, æfir nú af kappi fyrir hlutverkið samkvæmt US tímaritinu. 

supermanSamkvæmt heimildum blaðsins þá æfir Affleck nú tvo tíma á dag til að koma sér í form fyrir hlutverkið, en hann má skiljanlega ekki vera minni maður en Henry Cavill sem leikur Superman!

„Við vissum að við yrðum að fá einstakan leikara til að túlka þessa sívinsælu hetju, og Ben Affleck passar fullkomlega í hlutverkið. Ferill hans er frábær og ber hæfileikum hans fagurt vitni,“ sagði Greg Silverman hjá Warner Bros um ráðningu Affleck í hlutverkið.

Leikstjóri myndarinnar verður sá sami og gerði Man of Steel, Zack Snyder, og Cavill mun að sjálfsögðu snúa aftur sem Superman.