Þaulsætin og vinsæl spendýr

zootDýrateiknimyndin Zootopia stóðst áhlaup Allegiant á toppi bandaríska bíóaðsóknarlistans nú um helgina og er áfram vinsælasta myndin í Bandaríkjunum.

Zootopia, eða Zootropolis eins og hún er einnig kölluð, þénaði 38 milljónir Bandaríkjadala í vikunni sem var að líða.

Myndin, sem fjallar um spendýr sem búa sama í risastórri borg, hefur greinilega unnið hug og hjörtu fólks um allan heim því myndin hefur m.a. einnig setið í efsta sæti íslenska listans síðustu tvær vikur. Myndin er komin með meira en 200 milljónir dala í tekjur í Bandaríkjunum og 600 milljónir dala um heim allan.

Allegient, þriðja myndin í Divergent seríunni, eftir rithöfundinn Veronica Roth, náði ekki sama árangri og fyrri tvær myndirnar, og þénaði 29 milljónir dala í öðru sætinu.

Báðar fyrri myndirnar, Divergent og Insurgent, þénuðu meira en 50 milljónir dala á sinni frumsýningarhelgi.

Von er á fjórðu myndinni, Ascendant, á næsta ári.

Trúarkvikmyndin Miracles From Heaven situr í þriðja sæti bandaríska listans með 15 milljónir Bandaríkjadala í tekjur.

Sjáðu 20 efstu myndirnar hér fyrir neðan:

topp20