Brolin ummyndast í Cable í Deadpool 2

Kvikmmyndaleikarinn Josh Brolin gaf aðdáendum sínum innsýn í það hvernig persóna hans Cable muni líta út í ofurhetjumyndinni Deadpool 2, þegar hann deildi mynd af sér í förðunarstólnum á Instagram, með hálft andlitið blátt.

Deadpool 2 er framhald Deadpool sem sló í gegn og var aðsóknarmesta bannaða mynd síðasta árs í Bandaríkjunum. Ryan Reynolds fer með titilhlutverkið.

Það eina sem vantar á Brolin er örið og tölvustýrða augað sem persónan er með í teiknimyndasögunum.

Við myndina skrifar Brolin: „Á mörkum geðveikinnar. Andlitið er að ummyndast í eitthvað vélrænt, ákaft, hárugt, bólgið,“ skrifaði Brolin, og bætti við: „Hvar er Deadpool?!?  Leitandi. Leitandi. Allt sem ég sé eru þessir tveir sem eru að búa mig til.“

Brolin, sem er 49 ára gamall, á að baki fjölda hlutverka í bíómyndum, allt frá The Goonies til Sicario og No Country for Old Men. 

Kíktu á myndina hér fyrir neðan: