Náðu í appið
The Goonies

The Goonies (1985)

"The pirates map, The villainous crooks, The underground caverns, The booby traps, the skeletons, The monster, the lost treasure, and the magic that is... THE GOONIES"

1 klst 54 mín1985

Mikey Walsh og Brandon Walsh eru bræður.

Rotten Tomatoes77%
Metacritic62
Deila:
9 áraBönnuð innan 9 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Mikey Walsh og Brandon Walsh eru bræður. Fjölskylda þeirra er að undirbúa flutning af því að verktakar vilja byggja golfvöll í nágrenninu, nema nægu fé verði safnað til að stöðva byggingu golfvallarins, og það eru ekki miklar líkur á að það gerist. En þegar Mikey rekst á fjársjóðskort af tilviljun af hinum fræga fjársjóði Eineygða Villa, þá fara þeir Mikey, Brandon, og vinir þeirra Lawrence "Chunk" Cohen, Clark "Mouth" Devereaux, Andrea "Andy" Carmichael, Stefanie "Stef" Steinbrenner, og Richard "Data" Wang, í fjársjóðsleit og kalla sig The Goonies, allt í þeim tilgangi að bjarga hverfinu. Fjársjóðurinn er í helli, en inngangurinn að hellinum er undir húsi hins illa þjófs Mama Fratelli og sona hennar Jake Fratelli, Francis Fratelli og hins vanskapaða Lotney "Sloth" Fratelli. Sloth vingast hins vegar við the Goonies og ákveður að hjálpa þeim.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Amblin EntertainmentUS
Warner Bros. PicturesUS

Gagnrýni notenda (6)

Hef engann áhuga á að horfa á hana aftur

★★☆☆☆

The Goonies kom út árið 1985, sama ár komu út Back to the Future og Police Academy 2: Their First Assignment sem eru snilldar myndir. Þessi mynd er hins vegin ofmetinn og bara ekki góð. Steve...

Algjör snilld, að mínu mati. Góð leikstjórn frá Richard Donner, meiriháttar handrit frá Steven Spielberg og Chris Columbus, meiriháttar frammistöður hjá Sean Austin(Sam í LOTR myndunum),...

Frábær mynd sem sean astin leikur hér aðalhlutverk á sínum ungu árum. Myndinn fjallar um krakka sem finna fjarsjóðskort þó að það hljómi lame þá eru svo margar góðar persónur í my...

Þessi mynd er ein af þessum myndum sem erfitt er að gleyma. Handritið er alveg ótrúlega skemmtilegt. Myndin fjallar um krakka gengið the Goonies. Þessir krakkar passa ekki alveg inn í ímyndi...

Mjög góð mynd um hóp krakka sem finna fjarsjóskort upp í háa lofti föðurs eins þeirra. Krakkarnir taka þá ákvörðun að skreppa í pínu ævintýraferð réttara sagt fjarsjóðsleit. En...

Ég verð að segja að þegar ég horfði á Goonies aftur eftir öll þessi ár bjóst ég við því að þarna væri enn ein myndin sem maður hefur ekki séð lengi en sér hana samt í einhverju...