Captain America stiklan lendir á netinu – America, **** yeah.

Það styttist óðum í enn eitt ofurhetjusumarið, en nú hefur stiklan fyrir Captain America: The First Avenger lent á netinu. Chris Evans fer með hlutverk Steve Rogers, ungs manns sem neitað er aðgöngu í herinn vegna líkamlegra veikinda. En hann lætur ekki deigann síga og skráir sig í hættulega aðgerð sem ætluð er til að skapa ofurhermenn.

Fæðist þá ofurhetjan Captain America og berst hann við hlið Bandamanna í Seinni Heimsstyrjöldinni, en eins og margir vita mun hann seinna meir berjast við hlið Iron Man, Thor og Hulk svo nokkur nöfn séu nefnd. Með önnur hlutverk í Captain America: The First Avenger fara Hugo Weaving og Tommy Lee Jones.