Del Toro ræðir Pacific Rim 2

Leikstjórinn og framleiðandinn Guillermo del Toro er þegar byrjaður að undirbúa framhald af mynd sinni Pacific Rim, sem ekki er enn búið að frumsýna.

Pacific Rim verður frumsýnd hér á landi 19. júlí nk. en 12. júlí í Bandaríkjunum.

pacific-rim1

Pacific Rim er einskonar geimveru-vísindatryllir og fjallar um geimskrímslin Kaiju sem rísa upp úr sjónum og menn síðan byggja risavélmenni sem kallast Jaeger til að berjast gegn þeim.

del toro„Við erum búin að vera að tala um grunnhugmynd fyrir myndina, og hvernig við getum síðan selt hugmyndina,“ sagði del Toro. „Ef við látum tvö til þrjú ár líða á milli mynda þá getum við einnig búið til góðan tölvuleik, unnið að teiknimyndasögunni og þróað goðsöguna.“

Del Toro skrifaði handrit fyrstu Pacific Rim ásamt Travis Beacham, sem er höfundur teiknimyndasögu sem er forsaga myndarinnar.

Forstjóri Legendary afþreyingarrisans, Thomas Tull, sagði á þriðjudaginn, á opnum spjallfundi fyrirtækisins, að það væri best að vera ekki of yfirlýsingaglaður strax varðandi framhaldsmynd þegar fyrri myndin er ekki einu sinni komin í bíó. „Okkur langar að gera það, en það veltur allt á bíógestum, við verðum að sjá hvernig mönnum líkar myndin,“ sagði Tull.