Quentin Tarantino hefur fengið eiturheita Þjóðverjann Diane Kruger í næstu mynd sína, sem ber nafnið Inglorious Bastards. Inglorious Bastards fjallar um bandarískri herdeild sem er send inn á mitt yfirráðasvæði Þjóðverja í
seinni heimstyrjöldinni til þess að drepa eins marga þýska hermenn og
hún mögulega getur og brjóta niður liðsandann í hernum.
Diane Kruger mun leika þokkafulla þýska leikkonu, hlutverk sem Nastassja Kinski var boðið fyrst. Persóna hennar í myndinni mun hjálpa bandarísku herdeildinni að komast inní kvikmyndahús. Diane Kruger er eflaust hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í Troy, National Treasure og National Treasure: Book of Secrets.
Quentin Tarantino vonast eftir því að tökur hefjist 13.október næstkomandi og að myndin verði frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á næsta ári.

