Er Skyfall besta Bond lag 21. aldarinnar?

Eins og menn sem fylgjast með í heimi alþjóðlegra njósna hafa vitað um hríð, þá syngur hin vinsæla breska söngkona Adele nýja Bondlagið, sem ber hið frumlega heiti Skyfall, eins og myndin.

Um leið og við á kvikmyndir.is óskum Bond til hamingju með 50 ára afmælið, sem er í dag, þá er hér samanburður á Skyfall laginu og gömlum Bond lögum, eins og það horfir við tímaritinu e-online í Bretlandi.

Skyfall vill hljóma eins og  Diamonds Are Forever með Shirley Bassey.

Skyfall hljómar mitt á milli Diamonds Are Forever og The World is not Enaugh með Garbage.

Skyfall er besta Bond-lagið síðan Chris Cornell söng „You Know My Name“ úr Casino Royale

Skyfall, eins og allt annað, er betra en þegar Madonna söng „Die Another Day“.

Skyfall stendur ekki eins vel eitt og sér, eins og For Your Eyes Only í flutningi Sheena Easton.

Skyfall er annað besta Bond lag 21. aldarinnar.

Skyfall er besta Bond lagið í sögunni sem er sungið af sólólistamanni sem heitir bara einu nafni. The Man With The Golden Gun með LuLu er mun verra.