Fetar Weaver í fótspor Stallone?

sigornLeikarinn og leikstjórinn Sylvester Stallone hefur gefið það út að hann vilji að leikkonan Sigourney Weaver feti í fótspor hans í kvenkyns útgáfu af hasarmyndinni The Expendables. Sú mynd hefur verið í bígerð í nokkurn tíma og hefur vinnutitillinn The Expendabelles.

Kvikmyndin er undirbúningi hjá Millenium Films og er Sylvester Stallone einn af aðalframleiðendum myndarinnar. Stallone gaf vísbendingar um það að hann hefði Weaver í huga fyrir aðalhlutverkið í viðtali við Slashfilm fyrir stuttu. Weaver er hvergi ókunnug hasar enda hefur hún margoft mundað byssuna og slegist við enn stærri öfl heldur en gengið hans Stallone.

Stjörnur á borð við Zoe Bell, Cameron Diaz og Milla Jovovich hafa einnig verið orðaðar við myndina. „Við erum að leggja lokahönd á handritið og við höfum margar hugmyndir um hverjar við viljum fá.“ sagði Stallone einnig í viðtalinu.

The Expendables 3 verður frumsýnd þann 15. ágúst næstkomandi og má búast við miklum hasar ásamt enn meira testesteróni.