Steven Seagal vill vera með í EX3

Undirbúningur undir þriðju Expendables myndina er í fullum gangi og aðalmaðurinn, Sylvester Stallone, rakar saman flottum leikurum í myndina eins og enginn sé morgundagurinn.

steven seagal

Nefndir hafa verið til sögunnar Jackie Chan og Wesley Snipes, ásamt Mickey Rourke, sem lék í fyrstu myndinni, og nýjustu fregnir úr herbúðum The Expendables segja að sjálfur Steven Seagal sé líklegur.

Sylvester Stallone segir frá þessu í Twitter færslu:  „Talaði við Wesley í dag … hann getur ekki beðið eftir að berjast upp á toppinn aftur!“

Í annarri færslu stuttu síðar segir Stallone: „Hringdi í Seagal í morgun“

og svo bætir hann við tveimur dögum síðar: „Var að spjalla við Steven í Moskvu* … hljómar frábærlega og segir að honum langi að vera með í EX3, ef honum líst á hlutverkið.“

Þetta á eftir að verða rosalegt!

sly stallone