The Expendables 3 frumsýnd á föstudaginn

FIN03_EX3_StalloneÞað má búast við því að íslenskir karlmenn munu flykkjast í kvikmyndahús um helgina til þess að sjá kynbræður sína í þriðju myndinni um hóp hinna fórnanlegu sem verður frumsýnd á föstudaginn.

The Expendables 3 er líkt og fyrri myndirnar stjörnum prýdd og á meðal leikara eru þeir Sylvester Stallone, Jason Statham, Arnold Schwarzenegger, Dolph Lundgren, Kelsey Grammer, Wesley Snipes, Mel Gibson og Antonio Banderas.

Í myndinni etja Barney (Stallone), Christmas (Statham) og félagar þeirra kappi við Conrad Stonebanks (Gibson) sem stofnaði The Expendables-hópinn fyrir mörgum árum ásamt Barney. Stonebanks breyttist í miskunnarlausan vopnasala og núna mætast félagarnir fyrrverandi á nýjan leik.

Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói, Króksbíói, Bíóhöllinni Akranesi og Borgarbíói Akureyri.