Fyrsta sýnishornið úr The Expendables 3

Fyrsta sýnishornið úr þriðju The Expendables myndinni var frumsýnd á vefsíðunni Yahoo rétt í þessu. Í sýnishorninu má sjá mikinn hasar eins og búist var við, en einnig eru vísbendingar að þetta sé síðasta myndin í þessari vinsælu kvikmyndaseríu.

The Expendables 3 er líkt og fyrri myndirnar stjörnum prýdd og á meðal leikara eru þeir Sylvester Stallone, Jason Statham, Arnold Schwarzenegger, Dolph Lundgren, Kelsey Grammer, Wesley Snipes, Mel Gibson og Antonio Banderas.

Í myndinni etja Barney (Stallone), Christmas (Statham) og félagar þeirra kappi við Conrad Stonebanks (Gibson) sem stofnaði The Expendables-hópinn fyrir mörgum árum ásamt Barney. Stonebanks breyttist í miskunnarlausan vopnasala og núna mætast félagarnir fyrrverandi á nýjan leik.

the expendables 3