Fjölmargir glænýir trailerar komnir í hús

Óvenju mikið af trailerum hafa verið gefnir út í þessari viku. Þar ber helst að nefna glænýjan trailer fyrir Star Trek, X-Men Origins: Wolverine og Harry Potter and the Half-Blood Prince. Einnig er kominn trailer fyrir Public Enemies.

Alla trailerana má nálgast á undirsíðum myndanna hér á Kvikmyndir.is! sem og á forsíðunni fyrst um sinn.
Ég mæli með Star Trek XI trailernum. En til gamans má geta þá er Kvikmyndir.is með sérstaka einkabirtingu á því broti. Um að gera að smella á kassann við rammann og horfa á kvikindið í fullscreen.