Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
X-Men Byrjunin: Wolverine sýgur
X-Men Origins: Wolverine er leikstýrð af Gavid Hood (Rendition og Tsotsi) skrifuð af David Benioff (The Kite Runner, Stay, Troy og 25th Hour) og Skip Woods (Hitman, Swordfish og Thursday). Ég veit ekkert hvað á að segja við þessa mynd, með alla þessa góða handritshöfunda á borðinu. Myndin verður lélegri og lélegri þegar þú hugsar meira um hana.
Gavid Hood var að gera Marvel mynd þegar hann var búin að gera svona drama myndir. Alltaf gott að gera eitthvað nýtt en, þetta er bara hræðilegt. Trailerinn sýndi spennu en myndin gerði ekki neitt við mann. Það sem er vont við þessa mynd er handritið, tæknibrellur, tökurnar og meira segja hljóðið.
Handritshöfundarnir eru með alsæmir, þeir svona gleyma allt sem hefði gerst áður, mikið af þessu koma ekki nálægt hinum X-Men myndunum. Byrjuninn sýgur, Logan þegar hann var lítill og bróðir hans bara ákvöðu að flýja burt og svo fengum við ekkert að vita restina, allt í einu voru þeir komnir í stríðið og við fáum ekki einu sinni að vita ástæðuna afhverju þeim languðu að fara í stríðið. Persónurnar skipta engu máli, þau eru bara með....krafta. Fáum ekkert að vita hvernig persónurnar virka, hvernig þau eru eða hvernig krafta. Til dæmis : þessi getur gert ‘þetta’!....Hvernig ‘þetta’. Við vitum að hann er stökkbreyttur en: Hvernig virkar krafturinn?
Tæknibrellurnar eru ömurlegar á meða við X-Men ! Mest af þeim voru bara hræðilegar, sumar ekki. Þær brellur sem eru ömurlegar er þegar kameran er of svona “nær þeim”. Þær sem eru fínar er þegar kameran eru langt frá þeim, annars eru þær ekkert spes. Það kemur fyrir þegar tökurnar verða hráar, það er dáldið pirrandi, eyðileggur ekkert alla myndina en samt pirrandi.
Leikaravalið var fínt en tveir bestu leikararnir fengu ekkert að anda. Það voru Dominic Monaghan (Lord of the Rings Trilog-ían) og Ryan Reynolds (Just Friends, The Amityville Horror og Waiting...) og VÁÁÁÁ, Ég meina, þeir eru á coverinu og þeir eru varla.
Þessi mynd fer í Marvel-safnið sem: Lélegasta Marvel-myndin. Það sem er oggulítið flott við hana plotið og leikaravarlið, annars er þetta fáranleg mynd..En, X-Men aðdáendur endilega kíkjið á hana, bara til þess að geta sagt eitthvað um hana.
X-Men Origins: Wolverine er leikstýrð af Gavid Hood (Rendition og Tsotsi) skrifuð af David Benioff (The Kite Runner, Stay, Troy og 25th Hour) og Skip Woods (Hitman, Swordfish og Thursday). Ég veit ekkert hvað á að segja við þessa mynd, með alla þessa góða handritshöfunda á borðinu. Myndin verður lélegri og lélegri þegar þú hugsar meira um hana.
Gavid Hood var að gera Marvel mynd þegar hann var búin að gera svona drama myndir. Alltaf gott að gera eitthvað nýtt en, þetta er bara hræðilegt. Trailerinn sýndi spennu en myndin gerði ekki neitt við mann. Það sem er vont við þessa mynd er handritið, tæknibrellur, tökurnar og meira segja hljóðið.
Handritshöfundarnir eru með alsæmir, þeir svona gleyma allt sem hefði gerst áður, mikið af þessu koma ekki nálægt hinum X-Men myndunum. Byrjuninn sýgur, Logan þegar hann var lítill og bróðir hans bara ákvöðu að flýja burt og svo fengum við ekkert að vita restina, allt í einu voru þeir komnir í stríðið og við fáum ekki einu sinni að vita ástæðuna afhverju þeim languðu að fara í stríðið. Persónurnar skipta engu máli, þau eru bara með....krafta. Fáum ekkert að vita hvernig persónurnar virka, hvernig þau eru eða hvernig krafta. Til dæmis : þessi getur gert ‘þetta’!....Hvernig ‘þetta’. Við vitum að hann er stökkbreyttur en: Hvernig virkar krafturinn?
Tæknibrellurnar eru ömurlegar á meða við X-Men ! Mest af þeim voru bara hræðilegar, sumar ekki. Þær brellur sem eru ömurlegar er þegar kameran er of svona “nær þeim”. Þær sem eru fínar er þegar kameran eru langt frá þeim, annars eru þær ekkert spes. Það kemur fyrir þegar tökurnar verða hráar, það er dáldið pirrandi, eyðileggur ekkert alla myndina en samt pirrandi.
Leikaravalið var fínt en tveir bestu leikararnir fengu ekkert að anda. Það voru Dominic Monaghan (Lord of the Rings Trilog-ían) og Ryan Reynolds (Just Friends, The Amityville Horror og Waiting...) og VÁÁÁÁ, Ég meina, þeir eru á coverinu og þeir eru varla.
Þessi mynd fer í Marvel-safnið sem: Lélegasta Marvel-myndin. Það sem er oggulítið flott við hana plotið og leikaravarlið, annars er þetta fáranleg mynd..En, X-Men aðdáendur endilega kíkjið á hana, bara til þess að geta sagt eitthvað um hana.
Ágæt mynd
Bjóst ekki við miklu eftir að ég las umfjöllun Tómasar en hey, þessi mynd er alveg ágæt skemmtun og brellurnar eru bara fínar. Söguþráðurinn er að vísu frekar simple. Mér fannst fyrstu 10-20 min verstu í myndinni en þau skipta myndinni miklu máli þegar hún er komin lengri en myndin er strax kominn í hasar, hægir svo á sér og byrjar svo aftur strax með miklum hasar. Myndin er mjög fyndinn þótt nokkur djók eru aulahúmor.Þessi mynd er miklu betri mynd en X-men 3 og kannski líka nr.1 eða jafngóð. Mæli með myndinni fyrir hasarfíkla sem klikkast ekki alveg út af þunnum söguþráðum.
Bjóst ekki við miklu eftir að ég las umfjöllun Tómasar en hey, þessi mynd er alveg ágæt skemmtun og brellurnar eru bara fínar. Söguþráðurinn er að vísu frekar simple. Mér fannst fyrstu 10-20 min verstu í myndinni en þau skipta myndinni miklu máli þegar hún er komin lengri en myndin er strax kominn í hasar, hægir svo á sér og byrjar svo aftur strax með miklum hasar. Myndin er mjög fyndinn þótt nokkur djók eru aulahúmor.Þessi mynd er miklu betri mynd en X-men 3 og kannski líka nr.1 eða jafngóð. Mæli með myndinni fyrir hasarfíkla sem klikkast ekki alveg út af þunnum söguþráðum.
Jarfurinn byrjar
Forsaga X-Men mynda þeirra Bryan Singer og Brett Ratner rekur æsku Logan(Hugh Jackman) þangað til hann er orðinn Wolverine eftir adamantium aðgerðina og missir minnið sem leiðir til atburðina í X-Men myndina frá árinu 2000(ekki mikill spoiler). X-Men Origins: Wolverine er nokkuð góð og alveg verðugur kafli í þessari seríu. Leikstjórn Gavin Hood er alveg prýðileg og eins og áður brillerar Hugh Jackman í þessu hlutverki(hefði þó verið skondið að sjá Jackman í gula búningnum sem Wolverine var í í myndasögunum). Liev Schreiber leikur svo Victor Creed/Sabretooth og kemur á óvart hvað hann leikur illmenni vel. Creepy og djúp frammistaða. Kannski aðallega þeir tveir sem eru eitthvað mjög góðir í þessari mynd, annars eru ýmsir aðrir mutant karkterar hér sem eru ekki mikið notaðir(Cyclops, Gambit, The Blob o.fl) og heldur óeftirminnilegir en nauðsynlegir fyrir söguna. Fínasta mynd í marga staði þó að gæðin í heild nái ekki yfir þremur stjörnum.
Forsaga X-Men mynda þeirra Bryan Singer og Brett Ratner rekur æsku Logan(Hugh Jackman) þangað til hann er orðinn Wolverine eftir adamantium aðgerðina og missir minnið sem leiðir til atburðina í X-Men myndina frá árinu 2000(ekki mikill spoiler). X-Men Origins: Wolverine er nokkuð góð og alveg verðugur kafli í þessari seríu. Leikstjórn Gavin Hood er alveg prýðileg og eins og áður brillerar Hugh Jackman í þessu hlutverki(hefði þó verið skondið að sjá Jackman í gula búningnum sem Wolverine var í í myndasögunum). Liev Schreiber leikur svo Victor Creed/Sabretooth og kemur á óvart hvað hann leikur illmenni vel. Creepy og djúp frammistaða. Kannski aðallega þeir tveir sem eru eitthvað mjög góðir í þessari mynd, annars eru ýmsir aðrir mutant karkterar hér sem eru ekki mikið notaðir(Cyclops, Gambit, The Blob o.fl) og heldur óeftirminnilegir en nauðsynlegir fyrir söguna. Fínasta mynd í marga staði þó að gæðin í heild nái ekki yfir þremur stjörnum.
Slakasta Marvel-myndin í dágóðan tíma
Það besta sem ég get sagt um X-Men-seríuna á þessum tímapunkti er að ég er mjög feginn að aðstandendur skildu ákveða að halda henni gangandi með Origin-forsögu(m) í stað þess að teygja lopann þar sem seinasta mynd endaði. Bara verst að þessi mynd skuli hafa orðið svona fjandi þunn og metnarðalaus.
Ég geri mér grein fyrir vinsældum Wolverine-karaktersins, en persónulega finnst mér hann hafa fengið alveg næga athygli í hinum myndunum, og þannig séð er óþarfi að gefa honum heila bíómynd, sem bætir merkilega litlu ofan á það sem við þegar vitum ekki um hann. Frekar vonast ég eftir hinni langþráðu Magneto-forsögu (sem ég vona að Fox ákveði að gera), enda langsamlega fjölbreyttari karakter og talsvert breiðari saga þar á ferð.
X-Men Origins: Wolverine hefur sín augnablik, en þau eru fá og stundum er langt á milli þeirra. Svosem atriðið sem sýndi Weapon X-aðgerðina og ágætlega stílískur credit-listi í byrjun. Myndin sér til þess að reyna að drolla sem minnst og heldur vel hraðskreiðu flæði. Þetta gerir hún sjálfsagt til að athyglin beinist alltaf að hasarnum enda myndin svakalega þunn og m.a.s. götótt þegar kemur að handriti. Ýmsar spurningar eru skildar eftir ósvaraðar sem tengir hana heldur illa við hinar X-Men-myndirnar. Ég hefði t.d. endilega viljað fá almennilegra "closure" hjá Victor/Sabertooth-persónunni, en mikilvægt element við þá persónu er skilið eftir gjörsamlega í lausu lofti. Lélegt. Rétt eins og sletturnar mínar.
Maður hefði annars búist við ágætis tæknibrellum, enda augljóslega dýr framleiðsla. Jaaa... nei, brellurnar eru í raun bara ósköp lélegar og á mörgum stöðum fáránlega áberandi. Hasarinn þótti mér líka vera meira uppfyllingarefni heldur en eitthvað sem tengdist "plottinu" af viti. Plottið er annars ekki nema beinagrind svo ég bjóst varla við öðru. Menn hefðu þó a.m.k. getað lagt meiri vinnu í að gera ofbeldið og slagsmálin eitthvað skemmtileg. Í staðin fóru þau bara beint eftir reglubók stórmynda. Mikið rosalega fóru líka endalausu deilurnar á milli Logan og Sabertooth að þreytast eftir skamma stund. Maður er ekki lengi að fatta að þeir eru reiðir út í hvorn annan, en þetta samband á milli þeirra þróast aldrei neitt eða breytist. Hver er þá tilgangurinn??
Það sem böggar mig einna mest við þessa mynd er að hún er brennimerkt svo mörgum stúdíómynda einkennum að maður sér ekkert nýtt eða ferskt við hana. Annað en t.d. fyrstu tvær X-Men-myndirnar þá tekur þessi engar áhættur og heldur svo stöðluðu flæði að spenna er sama og engin. Síðan er reynt að bragðbæta myndina með afar flötum og leiðinlegum aukapersónum sem fá varla meira en 8-10 mínútna skjátíma. Ryan Reynolds stendur örlítið upp úr, enda oftast með öfluga nærveru og góðan húmor, en einnig á hann flottasta atriði myndarinnar. Bara verst að örstutti skjátíminn nái varla að réttlæta hrósið. Hvílík sóun!
Hugh Jackman er annars ágætur í að endurtaka sömu rútínurnar. Eina sem hann þarf að gera er að vera reiður, öskra og urra. Ég fann ekkert til með honum út alla myndina og var reyndar bara slétt sama um hann. Auk þess hafði litla samúð með honum þegar allt fór á versta veg. Mér fannst aftur á móti svolítið gaman að horfa á Danny Huston (leikari sem ég yfirleitt kann mjög vel við) í hlutverki Strykers, þótt hann eigi auðvitað ekki séns í Brian Cox, sem var margfalt betri í sömu rullu í X2.
Ég skal viðurkenna að ég hafði í byrjun litla trú á þessari ræmu, og mér finnst í rauninni enn meira dapurt að hún skildi hafa komið verr út en ég hélt. Ég fann jafnvel meira skemmtanagildi í Ghost Rider, Spider-Man 3 og Fantastic Four-myndunum heldur en þessari, og það gerir hana að einni verstu Marvel-mynd sem ég hef séð síðan viðbjóðurinn Elektra kom út. Ég veit ekki betur en að hún muni líklegast kæta 10-12 ára krakka sem telja Iron Man og Transformers vera m.a. bestu myndir í heimi. Ég er ekki svo viss um að þeir sem gera hærri kröfur til bíómynda - m.a.s. heiladauðra sumarmynda - eigi eftir að sjá neitt varið í þetta.
4/10
Vill einhver annars segja mér af hverju Logan eldist fullkomlega eðlilega frá barnsaldri en staldrar síðan við á fertugsaldri og heldur því útliti í marga áratugi?? Ekki slæmt að halda böff-lúkkinu þegar maður er semi-ódauðlegur.
Það besta sem ég get sagt um X-Men-seríuna á þessum tímapunkti er að ég er mjög feginn að aðstandendur skildu ákveða að halda henni gangandi með Origin-forsögu(m) í stað þess að teygja lopann þar sem seinasta mynd endaði. Bara verst að þessi mynd skuli hafa orðið svona fjandi þunn og metnarðalaus.
Ég geri mér grein fyrir vinsældum Wolverine-karaktersins, en persónulega finnst mér hann hafa fengið alveg næga athygli í hinum myndunum, og þannig séð er óþarfi að gefa honum heila bíómynd, sem bætir merkilega litlu ofan á það sem við þegar vitum ekki um hann. Frekar vonast ég eftir hinni langþráðu Magneto-forsögu (sem ég vona að Fox ákveði að gera), enda langsamlega fjölbreyttari karakter og talsvert breiðari saga þar á ferð.
X-Men Origins: Wolverine hefur sín augnablik, en þau eru fá og stundum er langt á milli þeirra. Svosem atriðið sem sýndi Weapon X-aðgerðina og ágætlega stílískur credit-listi í byrjun. Myndin sér til þess að reyna að drolla sem minnst og heldur vel hraðskreiðu flæði. Þetta gerir hún sjálfsagt til að athyglin beinist alltaf að hasarnum enda myndin svakalega þunn og m.a.s. götótt þegar kemur að handriti. Ýmsar spurningar eru skildar eftir ósvaraðar sem tengir hana heldur illa við hinar X-Men-myndirnar. Ég hefði t.d. endilega viljað fá almennilegra "closure" hjá Victor/Sabertooth-persónunni, en mikilvægt element við þá persónu er skilið eftir gjörsamlega í lausu lofti. Lélegt. Rétt eins og sletturnar mínar.
Maður hefði annars búist við ágætis tæknibrellum, enda augljóslega dýr framleiðsla. Jaaa... nei, brellurnar eru í raun bara ósköp lélegar og á mörgum stöðum fáránlega áberandi. Hasarinn þótti mér líka vera meira uppfyllingarefni heldur en eitthvað sem tengdist "plottinu" af viti. Plottið er annars ekki nema beinagrind svo ég bjóst varla við öðru. Menn hefðu þó a.m.k. getað lagt meiri vinnu í að gera ofbeldið og slagsmálin eitthvað skemmtileg. Í staðin fóru þau bara beint eftir reglubók stórmynda. Mikið rosalega fóru líka endalausu deilurnar á milli Logan og Sabertooth að þreytast eftir skamma stund. Maður er ekki lengi að fatta að þeir eru reiðir út í hvorn annan, en þetta samband á milli þeirra þróast aldrei neitt eða breytist. Hver er þá tilgangurinn??
Það sem böggar mig einna mest við þessa mynd er að hún er brennimerkt svo mörgum stúdíómynda einkennum að maður sér ekkert nýtt eða ferskt við hana. Annað en t.d. fyrstu tvær X-Men-myndirnar þá tekur þessi engar áhættur og heldur svo stöðluðu flæði að spenna er sama og engin. Síðan er reynt að bragðbæta myndina með afar flötum og leiðinlegum aukapersónum sem fá varla meira en 8-10 mínútna skjátíma. Ryan Reynolds stendur örlítið upp úr, enda oftast með öfluga nærveru og góðan húmor, en einnig á hann flottasta atriði myndarinnar. Bara verst að örstutti skjátíminn nái varla að réttlæta hrósið. Hvílík sóun!
Hugh Jackman er annars ágætur í að endurtaka sömu rútínurnar. Eina sem hann þarf að gera er að vera reiður, öskra og urra. Ég fann ekkert til með honum út alla myndina og var reyndar bara slétt sama um hann. Auk þess hafði litla samúð með honum þegar allt fór á versta veg. Mér fannst aftur á móti svolítið gaman að horfa á Danny Huston (leikari sem ég yfirleitt kann mjög vel við) í hlutverki Strykers, þótt hann eigi auðvitað ekki séns í Brian Cox, sem var margfalt betri í sömu rullu í X2.
Ég skal viðurkenna að ég hafði í byrjun litla trú á þessari ræmu, og mér finnst í rauninni enn meira dapurt að hún skildi hafa komið verr út en ég hélt. Ég fann jafnvel meira skemmtanagildi í Ghost Rider, Spider-Man 3 og Fantastic Four-myndunum heldur en þessari, og það gerir hana að einni verstu Marvel-mynd sem ég hef séð síðan viðbjóðurinn Elektra kom út. Ég veit ekki betur en að hún muni líklegast kæta 10-12 ára krakka sem telja Iron Man og Transformers vera m.a. bestu myndir í heimi. Ég er ekki svo viss um að þeir sem gera hærri kröfur til bíómynda - m.a.s. heiladauðra sumarmynda - eigi eftir að sjá neitt varið í þetta.
4/10
Vill einhver annars segja mér af hverju Logan eldist fullkomlega eðlilega frá barnsaldri en staldrar síðan við á fertugsaldri og heldur því útliti í marga áratugi?? Ekki slæmt að halda böff-lúkkinu þegar maður er semi-ódauðlegur.
Wolverine
Wolverine er án efa svalasti X Men náunginn þarna úti hver mundi ekki vilja að sjá mynd sem er bara um hann? Og ég sem var það spenntur að sjá hana að ég horfði á gróft afrit af myndinni þ.e.a.s vantaði tæknibrellur t.d sást sums staðar vírar og ''the green screen'' var ekki aktívur og þess háttar.
En gefið tillit til þess að það vantaði var myndin alls ekki slæm og gefur fyrrum X Men myndunum sínum ekkert eftir.Hugh Jackman stóð sig bara vel og sama er að segja um aukaleikarana.Og með leikstjórann Gavin Hood sem hefur bara leikstýrt einni mynd í Hollywood(Rendition með Jake Gyllenhaal og Reese Withespoon) sem fór ekkert það hátt í kvikmyndagagngrýnendur,þá stóð karlinn sig bara vel að mínu áliti.
En í myndini var breytt sum atriði sem voru áður séð í fyrrum X Men myndum en ekkert sem maður getur fyrirgefið.
Stórgóð mynd gefið tillit til þess að það vantaði sumstaðar tæknibrellur.A must see fyrir aðdáendur X Men seríurnar og sem aðdáandi ætla ég klárlega á hana í bíó.
7af10
Wolverine er án efa svalasti X Men náunginn þarna úti hver mundi ekki vilja að sjá mynd sem er bara um hann? Og ég sem var það spenntur að sjá hana að ég horfði á gróft afrit af myndinni þ.e.a.s vantaði tæknibrellur t.d sást sums staðar vírar og ''the green screen'' var ekki aktívur og þess háttar.
En gefið tillit til þess að það vantaði var myndin alls ekki slæm og gefur fyrrum X Men myndunum sínum ekkert eftir.Hugh Jackman stóð sig bara vel og sama er að segja um aukaleikarana.Og með leikstjórann Gavin Hood sem hefur bara leikstýrt einni mynd í Hollywood(Rendition með Jake Gyllenhaal og Reese Withespoon) sem fór ekkert það hátt í kvikmyndagagngrýnendur,þá stóð karlinn sig bara vel að mínu áliti.
En í myndini var breytt sum atriði sem voru áður séð í fyrrum X Men myndum en ekkert sem maður getur fyrirgefið.
Stórgóð mynd gefið tillit til þess að það vantaði sumstaðar tæknibrellur.A must see fyrir aðdáendur X Men seríurnar og sem aðdáandi ætla ég klárlega á hana í bíó.
7af10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
29. apríl 2009
Útgefin:
7. október 2009