Fríða og dýrið heilla bíógesti

Ævintýrið sígilda Fríða og dýrið heillaði íslenska bíógesti svo um munaði nú um helgina, en myndin Beauty and the Beast fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans með 11,5 milljónir króna í tekjur.

Toppmynd síðustu viku, Kong: Skull Island þarf að gera sér annað sætið að góðu, en myndin Get Out kemur síðan ný inn í þriðja sætið.

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni. The Other Side of Hope fer beint í 23. sætið og Frantz fer beint í það 24.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: