Fúlskeggjaður DiCaprio í nýrri stiklu

Fyrsta stiklan úr The Revenant með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki er komin út. Dicaprio

Myndin er sú nýjasta frá mexíkóska leikstjóranum Alejandro Gonzalez Inarritu sem vann Óskarinn fyrr á árinu fyrir Birdman.

Við myndatökurnar notaði hann eingöngu náttúrulega lýsingu.

Hinn fúlskeggjaði DiCaprio hefur í mörg horn að líta í sýnishorninu, auk þess sem Tom Hardy kemur við sögu.

The Revenant er byggð á sönnum atburðum og fjallar um landkönnuðinn Hugh Glass sem lendir í bjarnarárás og þarf að lifa af einn og yfirgefinn úti í náttúrunni.

Myndin væntanleg í bíó hérlendis í byrjun næsta árs.

Sjáðu stikluna hér: