The Revenant: Ný stikla og myndir!

Ný stikla og nýjar ljósmyndir úr The Revenant eru komnar á netið þar sem fúlskeggjaður Leonardo DiCaprio er í forgrunninum. Leikstjóri er Alejandro González Iñárritu sem vann Óskarsverðlaunin fyrir Birdman fyrr á árinu. revenant

Mikil eftirvænting ríkir eftir The Revenant og spá henni margir góðs gengis á næstu Óskarsverðlaunum. Auk DiCaprio leikur Tom Hardy í myndinni en þeir léku síðast saman í Inception.

Myndin  er byggð á samnefndri bók Michael Punke, sem sækir efnivið sinn í líf Hugh Glass.

The Revenant verður frumsýnd í janúar á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá nýju stikluna: