Svaf í dýrahræi og borðaði hráa vísundalifur

Leonardo DiCaprio lagði mikið á sig fyrir hlutverk sitt í The Revenant og gekk lengra en eflaust margir aðrir myndu gera. Dicaprio

„Ég get nefnt 30-40 tilvik sem voru á meðal þess erfiðasta sem ég hef nokkru sinni þurft að gera,“ sagði DiCaprio við Yahoo Movies. „Hvort sem það var að vaða í og úr jökulköldum ám eða sofa í dýrahræjum eða það sem ég borðaði á tökustaðnum. Kuldinn var gríðarlegur og hættan á ofkælingu var stöðug.“

Spurður út í hvað hann borðaði  sagði hann: „Ég borða að minnsta kosti ekki hráa vísundalifur á hverjum degi. Þegar þú sérð myndina sérðu viðbrögð mín við henni vegna þess að Alejandro [Inarritu leikstjóri] notaði það í myndinni. Þetta voru ósjálfráð viðbrögð.“