Fyrstu myndirnar af DiCaprio í 'The Revenant'

Fyrstu myndirnar af Leonardo DiCaprio í kvikmyndinni The Revenant voru opinberaðar í dag á vefsíðu Entartainment Weekly. Myndinni er leikstýrt af Alejandro Gonzales Inarritu, en hann hefur áður gert myndir á borð við Babel, Biutiful og nú síðast Birdman.

The Revenant er byggð á skáldsögu Michael Punke. Sagan gerist snemma á 19. öld og fjallar um mann nokkurn að nafni Hugh Glass sem ætlar að ná fram hefndum á þeim sem rændu hann og skyldu hann eftir þegar hann var við dauðans dyr eftir árás frá skógarbirni.

Hér að neðan má sjá DiCaprio í hlutverki Glass.

therevenant

therevenant1