DiCaprio í hefndarhug

leonardoLeikarinn Leonardo DiCaprio tók sér langþráð frí eftir að hann lauk tökum á kvikmynd Martin Scorsese, The Wolf of Wallstreet. DiCaprio virðist þó ekki ætla að taka sér alltof langt frí því hann mun mæta til leiks á tökustað kvikmyndarinnar The Revenant í september næstkomandi.

Myndinni verður leikstýrt af Alejandro Gonzales Inarritu, en hann hefur áður gert myndir á borð við Babel og Biutiful.

The Revenant er byggð á skáldsögu Michael Punke. Sagan gerist snemma á 19. öld og fjallar um mann sem ætlar að ná fram hefndum á þeim sem rændu hann og skyldu hann eftir þegar hann var við dauðans dyr eftir árás frá skógarbirni.

DiCaprio nýtur nú lífsins á tónlistarhátíðinni Coachella og sást nýverið í góðu gamsi ásamt félögum sínum þar.