Fyrsta myndin úr The Hobbit: There and Back Again

Þrátt fyrir að enn eigi eftir að frumsýna fyrstu Hobbita-myndina hefur fyrsta ljósmyndin úr þriðju myndinni, The Hobbit: There and Back Again verið dregin fram í dagsljósið af Entertainment Weekly.

Þar sést Orlando Bloom á nýjan leik í hlutverki Legolas. Með honum er stríðsmaðurinn Bard the Bowman sem Luke Evans leikur. Þrátt fyrir að Legolas komi ekkert við sögu í bókinni þótti leikstjóranum Peter Jackson við hæfi að hafa hann með.

Fyrsta myndin í þríleiknum, The Hobbit: An Unexpected Journey er á leiðinni í bíó. Önnur myndin, The Hobbit: The Desolation of Smaug, verður frumsýnd erlendis 13. desember 2013 og sú þriðja, The Hobbit: There and Back Again, kemur í bíó sumarið 2014.