Gervigreindarvopnið er barn

Vísindaskáldsagan The Creator er væntanleg í bíó á Íslandi 29. september næstkomandi.

Myndin, sem leikstýrt er af Gareth Edwards (Rogue One, Godzilla), er sögulegur vísindatryllir sem gerist mitt í framtíðarstyrjöld á milli mannkyns og gervigreindarherja. Joshua, sem leikinn er af John David Washington úr Tenet) er eitilharður fyrrum sérsveitarmaður sem syrgir hvarf eiginkonu sinnar sem leikin er af Gamma Chan úr Eternals. Hann er ráðinn til að elta uppi og drepa Skaparann (e. The Creator), arkitekt gervigreindartækninnar sem þróað hefur dularfullt vopn sem getur bundið endi á stríðið – og mannkynið um leið. Joshua og þrautþjálfað teymi hans fara yfir víglínuna djúpt inn á yfirráðarsvæði gervigreindarherjanna … og komast þar að því að vopnið hræðilega er gervigreind í líki ungs barns.

The Creator (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 67%

Mitt í framtíðarstríði á milli mannkyns og gervigreindar, er Joshua, grjótharður fyrrum sérsveitarmaður sem syrgir eiginkonu sína, ráðinn til að elta uppi og drepa Skaparann (e. Creator), arkitekt hinnar háþróuðu gervigreindar sem skapað hefur dularfullt vopn sem getur bundið ...

Tilfinning eða draumur

Kíktu á myndband um sýn Gareth Edwards með viðtölum við leikara og leikstjóra hér fyrir neðan þar sem Edwards segist hrífast mikið af myndræna þættinum og vill að kvikmynd sé hrein tilfinning eða draumur. Washington segir að Edwards nái að gæða vísindaskáldsögur ástríðu.

Alison Janney segir að Edwards sé framsýnn og maður heillist og hrífist af persónunum.