Gíraffi í kerru – Ný Hangover auglýsing og plakat

Nú líður senn að frumsýningu þriðju og síðustu Hangover myndarinnar, sem margir bíða í ofvæni eftir.

Í gær var fyrsta sjónvarpsauglýsingin frumsýnd í Bandaríkjunum og má horfa á hana hér fyrir neðan:

Eins og sjá má þá eru þarna fjölmargir spennandi bútar, þar á meðal skot af aðalsöguhetjum myndarinnar keyrandi úti á þjóðvegi með gíraffa í kerru í eftirdragi.

Það eru þeir Zach Galifianakis, Bradley Cooper, Ed Helms, Justin Bartha og Ken Jeong sem fara með aðalhlutverkin í myndinni.

Söguþráður myndarinnar hefur ekki verið gefinn út, en eitt er víst að í þetta skiptið er engin gifting og ekkert steggjapartý eins og í hinum myndunum. Hvað gæti þá farið úrskeiðis?

Búist er við því að ný stikla fyrir myndina verði frumsýnd á fimmtudaginn næsta.

Hér fyrir neðan er nýtt plakat úr myndinni þar sem John Goodman er í hlutverki sínu sem aðal þorpari myndarinnar.

The Hangover Part III verður frumsýnd þann 24. maí nk. en viku síðar hér á landi.