Gladiator 2 – fyrstu viðbrögð

Fyrstu viðbrögð við nýju Gladiator myndinni, Gladiator 2 eftir leikstjórann Ridley Scott, eru komin og þau eru almennt jákvæð.

Fólk talar jafnvel um Óskarsmöguleika – að Denzel Washington sé líklegur til að fá tilnefningu fyrir hlutverk sitt sem Macrinus, einskonar skylmingaþræla-Simon Cowell, kennari hinnar sverðsveiflandi andhetju Luciusar, sem leikinn er af Paul Mesca.

Þessi jákvæðu viðbrögð ættu að vera léttir fyrir alla þá sem hafa haft fyrstu myndina í hávegum en 24 ár eru síðan hún var frumsýnd. Síðan þá hefur Scott verið duglegur í framhaldsmyndagerð, einkum í Alien seríunni. Einnig hefur hann reynt sig við söguleg stórvirki og gert myndir eins og The Last Duel, sem sló ekki í gegn, og Napoleon sem náði heldur ekki þeim árangri sem vonast var til.

Fundið hæfileikann

Ef eitthvað er að marka viðbrögð á samfélagsmiðlum hefur Scott fundið aftur hæfileikann til að segja stórar sögur, eins og fjallað er um í The Daily Telegraph (ekki má skrifa dóma í fullri lengd fyrir myndina fyrr en 11. Nóvember nk.)

„Hann er enn með það – algjörlega rafmagnað,“ sagði Griffin Schiller hjá FilmSpeak. „Söguleg Shakespeare-leg saga um von, tilgangsleysi og völd innan kerfis sem komið er að fótum fram,“ bætti hann við.

Aðrir bíógagnrýnendur eru einnig stórorðir: Velkomin aftur í horngrýtis kvikmyndirnar. Það súmmerar upp Gladiator 2,“ sagði Clayton Davis í Variety, en Simon Thompson hjá The Playlist fannst myndin smella eins og flís við rass við upprunlegu myndina stíllega séð. Luke Hearfield, tekur ofan fyrir Scott. „Þessi sverða og sandala saga er auðveldlega besta mynd Scott um árabil og verður uppáhaldsmynd pabba þíns árið 2024.“

Gladiator (2000)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.5
Rotten tomatoes einkunn 80%
The Movie db einkunn8/10

Maximus er valdamikill rómverskur hershöfðingi, sem er elskaður af fólkinu og hinum roskna keisara, Markúsi Árelíusi. Fyrir dauða sinn útnefnir keisarinn Maximus sem arftaka sinn og tekur hann þar með fram yfir son sinn Commodus, en eftir valdatafl er Maximus hnepptur í varðhald og ...

Myndin vann 5 Óskarsverðlaun: Russell Crowe fyrir bestan leik, bestu búningar, bestu tæknibrellur, besta mynd og besta hljóð. Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna til viðbótar og fékk ýmis önnur verðlaun og tilnefningar um allan heim.

Í fyrstu Gladiator myndinni er sagt frá risi og falli hershöfðingjans Maximusar, sem Russel Crowe lék, en hann var gerður að skylmingaþræl eftir að hinni illi Commodus steypti föður hans, keisaranum, af stóli í uppreisn. Myndin endar á að Maximus sigrar Commodus í einvígi áður en hann deyr af sárum sínum.

Framhaldsmyndin gerist tuttugu árum síðar þar sem Mescal leikur son Maximusar, Lucius. Hann lendir í því að feta í fótspor föður síns þegar hann er gerður að þræl og neyddur til að berjast sem skylmingaþræll – til að skemmta keisaranum Geta sem Joseph Quinn leikur.

Gladiator II (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 71%

Mörgum árum eftir að hafa orðið vitni að dauða hetjunnar Maximusar neyðist sonur hans Lucius til að fara inn í hringleikahúsið og berjast þegar fulltrúar keisarans, sem stjórnar Rómarborg með harðri hendi, leggja heimili hans í rúst. Með ofsareiði í hjarta og framtíð ...

Aðrir helstu leikarar eru Pedro Pascal í hlutverki Marcus Acacius, fyrrum hershöfðingja sem neyðist til að verða skylmingaþræll eftir að hann neitar að senda menn sína í vonlaust stríð.

Connie Nielsen leikur móður Lucius, en Derek Jacopi mætir aftur í hlutverk Gracchus þingsmanns.

Mescal er talinn einn mest spennandi ungi leikarinn í Hollywood í dag og miðað við fyrstu viðbrögð eru margir farnir að sjá mögulega Óskarstilnefningu til handa honum.