Heimili Aquaman fundið?

Næsta haust er von á fyrstu ofurhetjumyndinni þar sem ofurhetjan Aquaman, í túlkun Game of Thrones leikarans Jason Momoa, kemur við sögu,  Justice League, en á meðan þeirrar myndar er beðið, vinnur leikstjórinn James Wan hörðum höndum að undirbúningi sjálfstæðrar myndar um þennan konung Atlantshafsins, sem kemur í bíó árið 2018.

james wan

Wan er, aðdáendum hans til mikillar gleði, virkur á samfélagsmiðlum og er duglegur að birta fréttir og myndir af framleiðsluferli kvikmynda sinna. Nú fyrir helgi skellti hann sér á Instagram og birti þar fallega mynd af mögulegum tökustað myndarinnar, og skrifar undir myndina. „En hvað þetta er undursamlegur, og myndrænn tökustaður. Kannski hentugur í ævintýri úthafanna?“

Líklega verður stór hluti myndarinnar tekinn upp í vatnstanki, eðli málsins samkvæmt, en kastalinn á myndinni gæti auðveldlega átt heima í Atlantis, en við þurfum víst að bíða enn um sinn til að sjá hvort þetta verði raunverulegt heimili Aquaman …

Myndir: Warner Bros./James Wan