Hobbitinn á japönsku

The Hobbit: An Unexpected Journey verður frumsýnd um miðjan desember víða um heim en  á annan í jólum hérlendis. Til að hita upp fyrir myndina birtum við hér japanskt kynningarplakat hennar.

 

Plakatið minnir á The Lord of the Rings-plakötin. Martin Freeman heldur núna á hringnum í stað Elijah Wood. Álfar, tröll og fleiri góðkunningjar prýða einnig plakatið.

Hvað finnst ykkur? Eru japönsku stafirnir ekki töff?