James McAvoy vill leika Gandalf

James McAvoy langar að leika galdrakarlinn Gandalf sem Sir Ian McKellen hefur túlkað í Hobbitanum og The Lord of the Rings.

Í viðtali við Total Film segist hann endilega vilja taka hlutverkið að sér, svo framarlega sem fleiri myndir byggðar á verkum Tolkiens verði gerðar.  Þær myndu gerast á undan Hobbitanum.

X-Men-leikarinn telur að hægt væri að gera kvikmynd upp úr verki Tolkiens,  The Silmarillion.

„Þarna er samansafn af ljóðum og lögum sem fjalla um forna sögu Miðgarðs. Ég veit að ég er mikill nörd með því að segja þetta en þetta eru virkilega fallegar sögur.“