Í hvern áttu að hringja …

Á sínum tíma ætlaði heil kynslóð ungra bíógesta sér aðeins eitt þegar hún yrði stór – að verða Draugabani. Peter Venkman, leikinn af Bill Murray, Ray Stantz, leikinn af Dan Aykroyd, Winston Zeddemore, leikinn af Ernie Hudson, og Egon Spengler, leikinn af Harold Ramis, mynduðu goðsagnarkenndan hóp sem var bæði fyndinn og svalur og sló í gegn um allan heim.

Þeir eru nú mættir aftur til leiks í nýjustu Draugabanamyndinni Ghostbusters: Frozen Empire, en auðvitað án Ramis sem fallinn er frá. Sögusviðið er aftur New York og með þeim í liði er ný kynslóð bana.

Eins og imprað var á í síðustu mynd, Ghostbusters Afterlife, er Winston lykilmaður í endurkomu gamla gengisins enda er hann með lyklavöldin að gömlu höfuðstöðvunum, slökkvistöðinni sem lék stórt hlutverk í gömlu myndunum.

Ghostbusters: Afterlife (2020)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 64%
The Movie db einkunn8/10

Kvikmyndin fjallar um einstæða móður og tvö börn hennar, sem flytja í lítinn bæ og uppgötva tengsl við upprunalegu draugabanana, og kynnast dularfullu lífshlaupi afa síns. ...

„Winston er í dag auðugur gaur sem fjármagnar rannsóknir á nýrri tækni og vísindunum á bakvið draugaföngun,“ segir Hudson við kvikmyndaritið Empire.

En hann lætur ekki þar við sitja heldur brettir upp ermar. „Þegar heimurinn er á heljarþröm … í hvern áttu að hringja? Hann fer í draugabanabúninginn eins og hinir,“ bætir leikarinn við.

Annar gamall bani, Ray Stantz, er jafn spenntur að kljást við draugana á ný. „Ray var sestur í helgan stein,“ útskýrir Aykroyd. „Hann er ekki í sem bestu líkamlegu standi. Það eru tryggingavandamál og vesen – og þar sem Winston er aðal maðurinn núna ákveður hann að Ray eigi að fara úr framlínunni og sinna hlutverki ráðgjafa. Ray er alls ekki ánægður með það. Gozer [draugur] er farinn, en það er ekki minni ógn sem nú steðjar að – og Ray vill vera með og keyra draugabana-Cadillakkinn.“

Ghostbusters: Frozen Empire (2024)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 42%

Spengler fjölskyldan snýr aftur til upprunans, þar sem þetta byrjaði allt saman, slökkvistöðvarinnar í New York. Þar hitta þau upprunalegu Draugabanana sem hafa þróað háleynilega rannsóknarstofu sem mun færa draugaveiðar upp á næsta stig. En þegar uppgötvun á aldagömlum ...

Og það var ekki séns að Bill Murry léti sig vanta. „Bill var alltaf hikandi með að koma aftur í myndirnar, og það var góð ástæða: Hann hefur mikinn metnað,“ viðurkennir Jason Reitman sem leikstýrði Afterlife og framleiðir og er einn handritshöfunda Frozen Empire ásamt leikstjóranum Gil Kenan. „En hann elskar Gil og þeir eiga sér forsögu [í City Of Ember frá 2008], þannig að það var engin spurning um að hann yrði með núna.“

Setti pressu á Kenan

Að safna gamla goðsagnakennda genginu saman í New York í nýja ævintýrið setti pressu á Kenan að gera eins vel og hann gæti vegna Ivan Reitman sáluga – föður Jason, sem leikstýrði fyrstu tveimur myndunum. „Það leið ekki sá dagur sem ég spurði ekki sjálfan mig; „Hvernig hefði Ivan leyst þetta?“ segir Kenan. „Ég vildi nálgast persónurnar á sama hátt, og ná þessari góðu blöndu af gríni og hrökkviviðatriðum. Þessi nýja mynd finnst mér vera meira tengd gömlu myndunum en Afterlife var,“ segir Kenan að lokum.