Íslensk kvikmyndahelgi

Tugir íslenskra kvikmynda verða sýndar um allt land næstkomandi helgi og er frítt inn á þær allar. Tilefnið er hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands og þar með bjóða íslenskir kvikmyndagerðarmenn, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og 18 sýningarstaði, landsmönnum í bíó helgina 22. – 24. mars.

Fjölbreytt úrval íslenskra kvikmynda verður sýnt víðs vegar um land og í einhverjum tilfellum verða leikstjórar eða aðrir aðstandendur viðstaddir sýningar og svara spurningum að þeim loknum. Alls verða sýningar á 18 stöðum, þar af tveimur í Reykjavík – Háskólabíó og Bíó Paradís. Sýningarstaðir voru valdir í samráði við menningarfulltrúa hvers landshluta og eftir aðstöðu til sýninga.

Eftirtaldir bæir taka þátt utan höfuðborgarsvæðis: Akranes, Ólafsvík, Hvammstangi, Sauðárkrókur, Blönduós, Ísafjörður, Patreksfjörður, Ólafsfjörður, Akureyri, Laugar, Raufarhöfn, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustur, Hvolsvollur og Vestmannaeyjar.

Til að sjá yfirlit kvikmyndir.is yfir allar íslenskar bíómyndir sem gerðar hafa verið, lesa söguþræði og fleira, smelltu þá hér.

Dagskrá íslenskrar kvikmyndahelgar:

REYKJAVÍK

BÍÓ PARADÍS
Föstudagur
18:00 Kristnihald undir jökli Guðný Halldórsdóttir leikstjóri verður viðstödd sýninguna.
20:00 Hafið (leikstj. Baltasar Kormákur)
22:00 Brúðguminn (leikstj. Baltasar Kormákur)
Laugardagur
18:00 Magnús (leikstj. Þráinn Bertelsson)
20:00 Nói albínói – Dagur Kári leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
22:00 Sódóma Reykjavík (leikstj. Óskar Jónasson)
Sunnudagur
15:00 Jón Oddur og Jón Bjarni (leikstj. Þráinn Bertelsson)
15:00 Duggholufólkið (leikstj. Ari Kristinsson)
18:00 Bjarnfreðarson Ragnar Bragason leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
20:00 Börn náttúrunnar (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
22:00 Ingaló Ásdís Thoroddsen leikstjóri verður viðstödd sýninguna.

HÁSKÓLABÍÓ
Föstudagur
18:00 Skytturnar (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
Laugardagur
16:00 Skýjahöllin Þorsteinn Jónsson leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
16:00 79 af stöðinni (leikstj. Erik Balling)
18:00 Húsið (leikstj. Egill Eðvarðsson)
18:00 Hrafninn flýgur Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
Sunnudagur
16:00 Rokk í Reykjavík (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
16:00 Bíódagar (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
18:00 Englar alheimsins (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)

 

VESTURLAND

ÓLAFSVÍK – FÉLAGSHEIMILIÐ KLIF
Sunnudagur
15:00 Hetjur Valhallar – Þór (leikstj. Óskar Jónasson)
17:00 Gauragangur – Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
20:00 Mamma Gógó (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)

AKRANES – BÍÓHÖLLIN
Sunnudagur
20:00 Rokk í Reykjavík (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson) – Ragnar Bragason verður viðstaddur sýninguna og mun sýna stiklu úr væntanlegri kvikmynd sinni, Málmhaus, ásamt því að fjalla almennt um íslenskar kvikmyndir.

 

VESTFIRÐIR

PATREKSFJÖRÐUR – SKJALDBORGARBÍÓ
Laugardagur
16:00 Algjör Sveppi 3 (leikstj. Bragi Þór Hinriksson)
20:00 Borgríki (leikstj. Ólafur Jóhannesson) – Kristín Andrea framleiðandi verður viðstödd sýninguna.
Sunnudagur
16:00 Hetjur Valhallar – Þór (leikstj. Óskar Jónasson)
20:00 Okkar eigin Osló (leikstj. Reynir Lyngdal)

ÍSAFJÖRÐUR – ÍSAFJARÐARBÍÓ (DCP)
Laugardagur
15:00 Algjör Sveppi 2 í 3D (leikstj. Bragi Þór Hinriksson)
20:00 Ingaló – Ásdís Thoroddsen leikstjóri verður viðstödd sýninguna.

 

NORÐURLAND VESTRA

HVAMMSTANGI – SELASETRIÐ
Föstudagur
19:30 Kurteist fólk (leikstj. Ólafur Jóhannesson)
22:00 Englar alheimsins (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
Laugardagur
17:00 Hetjur Valhallar – Þór (leikstj. Óskar Jónasson) – Gunnar Karlsson aðstoðarleikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
19:30 Eldfjall (leikstj. Rúnar Rúnarsson)
22:00 Borgríki (leikstj. Ólafur Jóhannesson)
Sunnudagur
14:30 Algjör Sveppi 3 (leikstj. Bragi Þór Hinriksson)
17:00 Hrafninn flýgur (leikstj. Hrafn Gunnlaugsson)
19:30 Agnes (leikstj. Egill Eðvarðsson)

BLÖNDUÓS – FÉLAGSHEIMILI BLÖNDUÓSS
Fimmtudagur
20:00 Brim (leikstj. Árni Ólafur Ásgeirsson)
Sunnudagur
15:00 Duggholufólkið – Ari Kristinsson leikstjóri verður viðstaddur.

SAUÐÁRKRÓKUR – KRÓKSBÍÓ
Sunnudag
15:00 Bíódagar (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
17:00 Englar alheimsins (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
20.00 Rokk í Reykjavík (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)

 

NORÐURLAND EYSTRA

ÓLAFSFJÖRÐUR – MENNINGARHÚSIÐ TJARNARBORG
Föstudagur
21:00 Gauragangur (leikstj. Gunnar B. Guðmundsson)
Laugardagur
16:15 Hetjur Valhallar – Þór – Óskar Jónasson leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
Sunnudagur
13:00 Kurteist fólk (leikstj. Ólafur Jóhannesson)
15:30 Eldfjall (leikstj. Rúnar Rúnarsson)
18:00 Rokland (leikstj. Marteinn Þórsson)
21:00 Borgríki (leikstj. Ólafur Jóhannesson)

AKUREYRI – BORGARBÍÓ
Laugardagur
16:00 Hrafninn flýgur (leikstj. Hrafn Gunnlaugsson)
Sunnudagur
16:00 Algjör Sveppi 3 (leikstj. Bragi Þór Hinriksson)

LAUGAR – LAUGABÍÓ
Fimmtudagur
19:00 Kaldaljós (leikstj. Hilmar Oddsson)
21:00 Borgríki (leikstj. Ólafur Jóhannesson)
Sunnudagur
20:00 Á annan veg (leikstj. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson)

RAUFARHÖFN – FÉLAGSHEIMILIÐ HNITBJÖRG
Laugardagur
14:00 Hetjur Valhallar – Þór (leikstj. Óskar Jónasson)
20:00 Á annan veg (leikstj. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson)
Sunnudagur
20:00 Eldfjall – Rúnar Rúnarsson leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.

 

AUSTURLAND

EGILSSTAÐIR –  SLÁTURHÚSIÐ
Fimmtudagur
20:00 Borgríki
Föstudagur
20:00 Okkar eigin Osló (leikstj. Reynir Lyngdal) (English Subtitles)
22:00 Rokk í Reykjavík (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson) (Power sýning)
Laugardagur
14:00 Hringurinn (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
16:00 Algjör Sveppi 3 – Sveppi og Bragi Þór Hinriksson leikstjóri verða viðstaddir sýninguna.
Sunnudagur
14:00 Hrafninn flýgur (leikstj. Hrafn Gunnlaugsson)
16:00 Eldfjall (leikstj. Rúnar Rúnarsson)

SEYÐISFJÖRÐUR – SEYÐISFJARÐARBÍÓ
Laugardagur
12:00 Algjör Sveppi 2 – Sveppi og Bragi Þór Hinriksson verða viðstaddir sýninguna.
16:00 Englar alheimsins (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
21:00 Rokk í Reykjavík (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)

VOPNAFJÖRÐUR – MIKLIGARÐUR
Sunnudagur
16:00 Hetjur Valhallar – Þór (leikstj. Óskar Jónasson)
20:00 Borgríki (leikstj. Ólafur Jóhannesson)

 

SUÐURLAND

HÖFN Í HORNAFIRÐI – SINDRABÆR
Laugardagur
14:00 Hetjur Valhallar – Þór (leikstj. Óskar Jónasson)
16:00 Okkar eigin Osló (leikstj. Reynir Lyngdal)
18:00 Eldfjall (leikstj. Rúnar Rúnarsson)
Sunnudagur
16:00 Á annan veg (leikstj. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson)

KIRKJUBÆJARKLAUSTUR – FÉLAGSHEIMILIÐ KIRKJUHVOLL
Föstudagur
21:00 Gauragangur (leikstj. Gunnar B. Guðmundsson)
Laugardagur
17:00 Hetjur Valhallar – Þór (leikstj. Óskar Jónasson)
Sunnudagur
14:00 Eldfjall (leikstj. Rúnar Rúnarsson)
16:00 Rokland – Marteinn Þórsson leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.