Jones heillaði aðra vikuna í röð

Indiana Jones heldur toppsæti sínu á milli vikna á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð í kvikmyndinni Indiana Jones and the Dial of Destiny. Rúmlega 1.600 manns sáu myndina um helgina en tæplega 1.100 sáu myndina í öðru sæti, teiknimyndina Elemental, sem var áður á toppnum.

Þriðja sæti listans er svo skipað gamanmyndinni No Hard Feelings með Jennifer Lawrence í aðalhlutverkinu.

Ein ný mynd kom í bíó um helgina, God is a Bullet, og fór hún beint í áttunda sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: