Kóngavegur, Eldfjall, Brim og Backyard fara allar til Tékklands

Fjórar íslenskar kvikmyndir voru valdar inn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary í Tékklandi. Um er að ræða kvikmyndirnar Kóngaveg eftir Valdísi Óskarsdóttur í flokknum: Variety´s Ten Euro Directors to Watch, Brim eftir Árna Óla Ásgeirsson í flokknum: Horizons, Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson í flokknum: Another View og heimildamyndina Backyard eftir Árna Sveinsson í flokknum: A Musical Oddyssey.

Að því er segir í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands þá er Karlovy Vary ein virtasta A-hátíðin í mið-og austur Evrópu. Hún var fyrst haldin árið 1946 og verður hátíðin nú haldin í 46. skipti dagana 1.-9. júlí næstkomandi.

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á www.kviff.com