Rúnar valinn bestur í Transilvaníu

Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu, Transylvania International Film Festival fyrir kvikmyndina Eldfjall. Rúnar deildi verðlaununum með Constantin Popesc, sem leikstýrði kvikmyndinni Principles of Life. Báðir verðlaunahafar fengu dynjandi lófaklapp þegar úrslit dómnefndar voru tilkynnt, að því er segir í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Eldfjall er fyrsta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar í fullri lengd og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí.

Kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, Kóngavegur var einnig sýnd í keppni á
kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu og hlaut góðar undirtektir áhorfenda.
Valdís hélt einnig málþig um starf sitt og hvernig hún tvinnar saman
leikstjórn og klippingu.

Tiff var haldin í tíunda skipti að þessu sinni og hefur náð því að vera ein
virtasta hátíðin í mið- og austur evrópu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Frekari upplýsingar um kvikmyndahátíðina má finna hér.