Eldfjall fær góðar viðtökur í Cannes

Mbl.is greinir frá því í dag að íslenska kvikmyndin Eldfjall, sem frumsýnd var á Cannes kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi, hafi fengið góðar viðtökur. Segir vefsíðan, sem er með blaðamann sinn í Cannes, m.a. frá umsögn gagnrýnanda hins virta kvikmyndarits Variety um myndina; „Með úthugsuðum persónum og tón í myndinni, sem er ekki ólíkur tónum Mike Leigh og Ken Loach, þá sýnir þetta realíska drama að einlægt kynlíf þarf ekki að vera ómögulegt með aldrinum. Þótt það að upplifa óvirðuleika ellinnar sé ekki fyrir alla,“ segir gagnrýnandi Variety,“ segir á mbl.is

Smellið hér til að lesa umfjöllun mbl.is um gott gengi Eldfjalls í Cannes.