Lego Batman heldur toppsætinu – sætaskipti í 2. og 3. sætinu

Teiknimyndin The Lego Batman Movie heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð en spennumyndin um hinn grjótharða, orðfáa en byssuglaða leigumorðingja John Wick, John Wick: Chapter Two, hækkar sig um eitt sæti frá því í síðustu viku, úr þriðja sætinu í annað sæti listans. Þar með hefur hún sætaskipti við hina erótísku Fifty Shades Darker, sem situr núna í þriðja sæti aðsóknarlistans.

Þrjár nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni, T2 Trainspotting, framhald hinnar goðsagnakenndu Trainspotting, fer beint í fimmta sæti listans, Gold, með Matthew McConaughey fer beint í áttunda sætið og Gamlinginn 2 situr í níunda sæti listans eftir sýningar helgarinnar.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: