Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.
Drama
Leikstjórn Carol Morley
Leikarar: Monica Dolan, Kelly Macdonald, Christine Bottomley, Paul Miller, Judith Chandler, Gary Bates, Kya Brame, Pauline Whitaker, Neal Barry
Vinskapur tveggja kvenna styrkist í ökuferð í rafmagnsbíl þar sem þær leita sátta og endamarka.
Útgefin: 25. apríl 2025
GamanDrama
Leikstjórn Justin Anderson
Leikarar: Mackenzie Davis, Christopher Abbott, Anastasios Alexandropoulos, Ariane Labed, Freya Hannan-Mills, Nadine Labaki
Á sama tíma og hjónaband Joe og Isabel er að leysast upp finna þau Kitti, nakta ókunnuga konu, fljótandi í lauginni í sumarhúsi þeirra í Grikklandi, og bjóða henni að gista. Kitti safnar og borðar eitraðar jurtir og Nina, unglingsdóttir hjónanna, hrífst af henni. Mun Kitti geta hjálpað fjölskyldunni út úr erfiðleikunum?
Útgefin: 25. apríl 2025
Hrollvekja
Leikstjórn Osgood Perkins
Leikarar: Theo James, Tatiana Maslany, Christian Convery, Colin O'Brien, Elijah Wood, Rohan Campbell, Sarah Levy, Osgood Perkins, Laura Mennell
Þegar tvíburabræðurnir Bill og Hal finna gamlan tuskuapa pabba síns uppi á háalofti fara hrottaleg dauðsföll að eiga sér stað. Bræðurnir ákveða að henda dótinu og halda áfram með lífið, og smátt og smátt fjarlægjast þeir hvorn annan.
Útgefin: 2. maí 2025
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Kazuya Konaka
Leikarar: Yuina Kuroshima, Misa Watanabe
Súkkulaðikanínan Freya býr í hinu töfrandi þorpi Sylvania. Hún fær tvö verkefni fyrir Stjörnuhátíðina: Að velja Tré ársins og finna afmælisgjöf fyrir mömmu sína. Vinir hennar hjálpa henni.
Útgefin: 2. maí 2025
Drama
Leikstjórn Marco Perego
Leikarar: Zoe Saldaña, Garrett Hedlund, Adria Arjona, Chris Coy, Tom Waits, Sophia Hammons, Sarah Minnich, Esodie Geiger, Vincent Fuentes
Tollvörður, sem glímir við siðferðisleg álitamál sem tengjast eftirliti á landamærunum, og ólöglegur innflytjandi sem er á flótta undan miskunnarlausum eiturlyfjahring, hittast og hjálpast að við að bjarga lífi saklausrar stúlku.
Útgefin: 9. maí 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Brian Skiba
Hættan er stöðugt yfirvofandi hjá Jack sem vinnur við að saga timbur. En það er ekki bara náttúran sem ógnar heldur fer hann einn daginn sem oftar inn í skóg og hittir þar kunnuglegt glæpagengi sem vill hann feigan.
Útgefin: 16. maí 2025
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Lori Evans Taylor
Leikarar: Melissa Barrera, Guy Burnet, Edie Inksetter, Erik Athavale, Kristen Sawatzky, Paul Essiembre
Eftir að hafa reynt lengi að eignast barn, en án árangurs, verður Julie Rivers ófrísk og flytur inn í nýtt hús með eiginmanni sínum. Hún þarf að vera rúmliggjandi á meðgöngunni og fer fljótlega að sjá óhuggulega drauga alls staðar í húsinu.
Útgefin: 23. maí 2025