Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.
Spennutryllir
Leikstjórn Vaughn Stein
Leikarar: Jordana Brewster, Scott Speedman, Laurence Fishburne, Chris Conner, Katie O'Grady, Jenny Lam Tien, Randy Sean Schulman, Zach Feiner
Hjón sem leita að nýju upphafi eftir fósturmissi finna draumaheimilið, en einn böggull fylgir skammrifi; Þau mega aldrei opna kjallaradyrnar. Það hvort þau geti búið þarna án þess að vita hvað er bakvið dyrnar, hefur sláandi afleiðingar.
Útgefin: 22. nóvember 2024
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Christian Dyekjær
Leikarar: Cecilia Loffredo, Leonard Mangheni Sommer Ipsen, Herman Knop, Mia Lyhne, Martin Buch, Ulf Pilgaard, Thomas Bo Larsen, Kirsten Lehfeldt, Kristian Halken
Skólastjóri Jólasveinaskólans hefur boðað til fundar. Lucia, foreldrar hennar Julius og Claudia og allir aðrir í skólanum geta varla beðið. En spennan breytist í sár vonbrigði þegar skólastjórinn ákveður að aflýsa Jólunum. Fljótlega kemur í ljós að ástæðan er áfall sem hann varð fyrir ein Jólin þegar hann var Jólasveinninn. Lucia ákveður að reyna að komast að því hvað gerðist og með hjálp yngri nemanda, Elias, og göldróttar tímavélar, ferðast hún aftur í tímann, til ársins 1897, í þeirri von að geta bjargað Jólunum.
Útgefin: 22. nóvember 2024
SpennaDramaSpennutryllir
Leikstjórn Ariel Vromen
Leikarar: Tyrese Gibson, Scott Eastwood, Ray Liotta, Dylan Arnold, Oleg Taktarov, Clé Bennett, Michael Beasley, Ori Pfeffer, Tosin Morohunfola, Christopher Ammanuel
Árið er 1992 og Mercer reynir hvað hann getur að byrja nýtt líf og endurvekja tengslin við son sinn í róstursömu þjóðfélagsástandinu í Los Angeles í kjölfar Rodney King úrskurðarins. Annars staðar í borginni láta aðrir feðgar reyna á samband sitt þegar þeir skipuleggja stórhættulegt rán á hvarfakútum sem innihalda verðmætt hvítagull úr verksmiðjunni þar sem Mercer vinnur. Eftir því sem ástandið magnast og óreiðan vex, ná báðar fjölskyldur suðupunkti þegar þær hittast.
Útgefin: 25. nóvember 2024
Fjölskylda
Leikstjórn Tim Brown
Leikarar: Bill Nighy, Victoria Hill, Milan Burch, Monette Lee, Kelton Pell, Martin Sacks, Julia Billington, Ben Wood, Anthony Gooley, Josef Brown
Ári eftir að Ridley missir föður sinn flytja hann og móðir hans til Ástralíu til að búa með afa Ridley, Spencer. Spencer reynir að tengjast Ridley, en þær tilraunir enda jafnan í rifrildi. Ridley endar á að týnast í óbyggðum landsins með ekkert annað en myndbandsupptökuvél og nýjan vin, þrjóskan villihund, meðferðis.
Útgefin: 29. nóvember 2024
GamanDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Snævar Sölvi Sölvason
Leikarar: Björn Jörundur Friðbjörnsson, Arna Magnea Danks, Helgi Björnsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Hjálmar Örn Jóhannsson, Gunnar Jónsson
Þegar tveir aldagamlir vinir fá óvænt tækifæri til að hafa fiskveitingastaðinn sinn opinn árið um kring, kemur annar þeirra út úr skápnum sem trans kona.
Útgefin: 2. desember 2024
HrollvekjaGlæpaRáðgáta
Leikstjórn RJ Collins
Leikarar: Terrence Howard, Esai Morales, Nicky Whelan, Alec Baldwin, Michael Sirow, Weston Cage, Rose Lane Sanfilippo, Reema Sampat, Maria Camila Giraldo
Þegar miskunnarlaus raðmorðingi hrellir lítinn bæ í suðurríkjum Bandaríkjanna, verða allir grunaðir - þar á meðal yfirvöld í bænum. Á sama tíma og sífellt fleiri týna lífinu og drungaleg ráðgátan verður flóknari og flóknari, glímir yfir-rannsóknarlögreglumaðurinn við hrylling úr eigin fortíð.
Útgefin: 2. desember 2024
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Andrea Eckerbom
Leikarar: Marte Klerck-Nilssen, John F. Brungot, Vegard Strand Eide, Mariann Hole, Medina Iqbal, Gunn Tove Grønsberg, Lene Kongsvik Johansen, Kai Remlov, Jan Gunnar Røise, Zachary Levi, Nader Khademi
Friður jólanna færist yfir smábæinn en jólamarkaðurinn á staðnum er enn fullur af lífi. Mariann er að sinna sínu síðasta erindi þegar hún kemur auga á bangsa á efstu hillu lukkuboxsins. Augu þeirra mætast og hún er nokkuð viss um að hún sjái hreyfingu. Er hann á lífi? Já! Hún er handviss. Mariann verður að fá bangsann hvað sem það kostar! Bangsa dreymir hins vegar um ríkan eiganda sem getur farið með hann út í hinn stóra heim. Kynni þeirra er upphafið að óvæntri og ævintýralegri ferð.
Útgefin: 5. desember 2024
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Ali Abbasi
Leikarar: Sebastian Stan, Jeremy Strong, Martin Donovan, Maria Bakalova, Catherine McNally, Charlie Carrick, Ben Sullivan, Mark Rendall, Joe Pingue, Jim Monaco, Bruce Beaton, Ian D. Clark, James Madge, Ron Lea, Edie Inksetter
Ungur Donald Trump, ákafur í að skapa sér nafn í New York á áttunda áratug síðustu aldar, fær handleiðslu frá Roy Cohn, grjóthörðum lögfræðingi sem hjálpaði til við að skapa manninn eins og við þekkjum hann í dag. Cohn sér í Trump hinn fullkomna skjólstæðing - mann með mikinn metnað, hungur í velgengni og vilja til að gera hvað sem þarf til að vinna.
Útgefin: 5. desember 2024
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Ali Abbasi
Leikarar: Sebastian Stan, Jeremy Strong, Martin Donovan, Maria Bakalova, Catherine McNally, Charlie Carrick, Ben Sullivan, Mark Rendall, Joe Pingue, Jim Monaco, Bruce Beaton, Ian D. Clark, James Madge, Ron Lea, Edie Inksetter
Ungur Donald Trump, ákafur í að skapa sér nafn í New York á áttunda áratug síðustu aldar, fær handleiðslu frá Roy Cohn, grjóthörðum lögfræðingi sem hjálpaði til við að skapa manninn eins og við þekkjum hann í dag. Cohn sér í Trump hinn fullkomna skjólstæðing - mann með mikinn metnað, hungur í velgengni og vilja til að gera hvað sem þarf til að vinna.
Útgefin: 5. desember 2024
HrollvekjaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Chris Weitz
Leikarar: John Cho, Katherine Waterston, Keith Carradine, Havana Rose Liu, Lukita Maxwell, David Dastmalchian, Isaac Bae, Rocio Scotto, Greg Hill, Riki Lindhome, River Drosche, Katie McCabe, Ben Youcef
Curtis og fjölskylda hans eru valin til að prófa byltingarkennt nýtt heimilistæki: stafrænan aðstoðarmann að nafni AIA. Þarna er snjallheimilið fært á næsta stig og þegar búið er að setja allt upp og stilla af, þá virðist AIA geta gert allt. Hún lærir inn á hegðun fjölskyldumeðlima og byrjar að sjá fyrir þarfir þeirra. Og hún getur séð til þess að ekkert - eða enginn - verði í vegi fjölskyldunnar.
Útgefin: 10. desember 2024
GamanDramaÆvintýri
Leikstjórn Dallas Jenkins
Leikarar: Judy Greer, Pete Holmes, Molly Belle Wright, Lauren Graham, Sebastian Billingsley-Rodriguez, Kynlee Heiman, Matthew Lamb, Elizabeth Tabish, Vanessa Benavente, Lauren Cochrane, Stephanie Sy
Herdman krakkarnir eru óneitanlega óþekkustu krakkar allra tíma. Þau ljúga, stela, svindla, stríða og hrella allt og alla í bænum. Og um þessi Jól þá hertaka þau hátíðarsýningu kirkjunnar - og mögulega eru þau óafvitandi að kenna litla bænum hvað Jólin þýða í raun.
Útgefin: 10. desember 2024
GamanÍslensk mynd
Leikstjórn Ólöf Birna Torfadóttir
Leikarar: Helga Braga Jónsdóttir, Tanja Björk Ómarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Nina Sasithorn Björnsdóttir, Arnfinnur Daníelsson, Gunnbjorn Gunnarsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Jónmundur Grétarsson, Vilborg Halldórsdóttir, Asgeir Gunnarsson, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Damon Younger
Lífsleið miðaldra kona og hortugt flóttafangakvendi ferðast þvert yfir landið á vit ævintýranna meðan þær enn geta.
Útgefin: 12. desember 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ari Alexander Ergis Magnússon
Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman.
Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga.
Ferð gamla mannsins er ferðalag án fyrirheits.
Útgefin: 19. desember 2024