Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Thordur Palsson
Leikarar: Odessa Young, Joe Cole, Siobhan Finneran, Rory McCann, Turlough Convery, Lewis Gribben, Francis Magee, Mícheál Óg Lane, Andrean Sigurgeirsson
Ekkja á nítjándu öld þarf að taka erfiða ákvörðun, einn sérlega erfiðan vetur, þegar skip sekkur skammt frá fátækum íslenskum sveitabæ. Allar tilraunir til að bjarga áhöfninni munu hafa áhrif á matarforða bæjarins, þar sem íbúar svelta.
Útgefin: 27. mars 2025
Spenna
Leikstjórn Ross W. Clarkson
Leikarar: Mathis Landwehr, Kurt McKinney, Billy Blanks, Matthias Hues, Cynthia Rothrock, Michel Qissi, David Kurzhal, Monia Moula
Þegar karatemeistarinn Michael Rivers vinnur síðustu keppni ferilsins býður hinn vafasami athafnamaður Ron Hall honum tækifæri til að berjast í ólöglegri Kumite keppni í Búlgaríu gegn bestu bardagamönnum heims. Þegar Michael hafnar boðinu, þá lætur Hall ræna dóttur hans og til að bjarga henni verður Rivers að taka þátt í keppninni. Þegar hann kemur til Búlgaríu kemst hann að því að hann er ekki eini keppandinn sem lenti í því að ástvini var rænt. Rivers fær aðstoð frá þjálfurunum Loren og Julie en spurningin er hvort það muni duga til að vinna keppnina og bjarga dóttur hans.
Útgefin: 28. mars 2025
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Kilian Riedhof
Stella Goldschlag elst upp í Berlín á tímum Nasista. Hana dreymir um feril sem djasssöngkona en neyðist til að fara í felur með með foreldrum sínum árið 1944, og líf hennar breytist í vonlausan harmleik.
Útgefin: 28. mars 2025
Drama
Leikstjórn Gia Coppola
Leikarar: Pamela Anderson, Jamie Lee Curtis, Dave Bautista, Brenda Song, Kiernan Shipka, Billie Lourd, Linda Montana, John Clofine, Jason Schwartzman, Giovani L. DiCandilo, Symone Bradley
Þegar revíuskrautsýningin sem hún hefur leikið aðalhlutverk í í Las Vegas í áratugi fer af fjölunum þarf leikkonan að sættast við ákvarðanir sem hún hefur tekið og samfélagið sem hún hefur byggt upp, á sama tíma og hún hugar að næstu skrefum á ferlinum.
Útgefin: 31. mars 2025
DramaGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Halina Reijn
Leikarar: Nicole Kidman, Harris Dickinson, Antonio Banderas, Esther McGregor, Sophie Wilde, Vaughan Reilly, Victor Slezak, Leslie Silva, Gaite Jansen, Robert Farrior, Bartley Booz
Forstjóri í stóru fyrirtæki setur ferilinn og fjölskylduna í hættu þegar hún byrjar í sjóðheitu sambandi við ungan starfsnema.
Útgefin: 4. apríl 2025
GamanDrama
Leikstjórn Hallie Meyers-Shyer
Leikarar: Michael Keaton, Mila Kunis, Vivien Lyra Blair, Nico Hiraga, Danny Deferrari, Poorna Jagannathan, Kimberly Condict, Noa Fisher
Líf Andy Goodrich umturnast þegar eiginkona hans fer í 90 daga meðferð, og skilur hann eftir einan með ung börn þeirra. Goodrich treystir á dóttur sína úr fyrsta hjónabandi sínu, Grace, og breytist að lokum í föðurinn sem Grace átti aldrei.
Útgefin: 4. apríl 2025
Gaman
Leikstjórn Lawrence Lamont
Leikarar: Maude Apatow, Keke Palmer, Janelle James, Gabrielle Dennis, Katt Williams, Lil Rel Howery, Vanessa Bell Calloway, Ray Santiago, Amin Joseph, Patrick Cage, Taylor Shurte, Morgan Peter Brown
Dreux og Alyssa, sem eru bæði bestu vinkonur og herbergisfélagar, eru um það bil að eiga einn af þessum slæmu dögum. Þegar þær komast að því að kærasti Alyssu er búinn að sólunda leigupeningunum þeirra, þá verða þær að grípa til örþrifaráða til að verða ekki hent út úr íbúðinni, og halda áfram að vera vinkonur.
Útgefin: 7. apríl 2025
Gaman
Leikstjórn Artus
Leikarar: Alice Belaïdi, Céline Groussard, Gad Abecassis, Ludovic Boul, Stanislas Carmont, Marie Colin, Sofian Ribes, Arnaud Toupense
Þegar hópur fólks með ólíkan bakgrunn kemur saman, leiðir tilviljun til dásamlegra augnablika sem minna okkur á fegurðina í smáum atriðum lífsins. Með léttum húmor og hjartnæmum boðskap er kvikmyndin falleg áminning um að stundum eru það litlu hlutirnir sem skipta mestu máli.
Útgefin: 11. apríl 2025
GamanDrama
Leikstjórn Niclas Larsson
Leikarar: Ewan McGregor, Rhys Ifans, Taylor Russell, Ellen Burstyn, Lake Bell, Mar'Ques Woolford, Lara Flynn Boyle
Þrjú systkini festast á dularfullan hátt inni í forngripaverslun þegar móðir þeirra neitar að standa upp úr einum af sófunum sem þar eru seldir.
Útgefin: 11. apríl 2025
ÆvintýriSöngleikurÆviágrip
Leikstjórn Michael Gracey
Leikarar: Robbie Williams, Jonno Davies, Steve Pemberton, Alison Steadman, Kate Mulvany, Frazer Hadfield, Damon Herriman, Raechelle Banno, Tom Budge, Jake Simmance, Liam Head, Anthony Hayes, John Waters, Leo Harvey-Elledge, Asmara Feik, Chris Gunn
Saga breska tónlistarmannsins Robbie Williams allt frá barnæsku og þar til hann varð yngsti meðlimur strákabandsins vinsæla Take That og sló síðar aftur í gegn sem tónlistarmaður undir eigin nafni. Á sama tíma mætti hann ýmsum áskorunum sem fylgdu frægðinni.
Útgefin: 14. apríl 2025
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Heather Graham
Leikarar: Heather Graham, Julia Stiles, Andrea Savage, Thomas Lennon, Michael Grossi, John Brotherton, Mark Famiglietti, Odessa Rae, Julie Halston
Ann er jógakennari sem leitar að innri friði á meðan fjölskylda hennar er að gera hana brjálaða og ástarlífið er ömurlegt. Hún kann ekki að segja nei og vill leysa vandamál allra.
Útgefin: 14. apríl 2025
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Christian Gudegast
Leikarar: Gerard Butler, O'Shea Jackson Jr., Evin Ahmad, Salvatore Esposito, Swen Temmel, Michael Bisping, Orli Shuka, Rico Verhoeven, Yasen Zates Atour, Jordan Bridges, Dino Kelly, Stéphane Coulon, Cristian Solimeno, Velibor Topic
Big Nick er hér aftur á ferð í Evrópu og nálgast nú Donnie, sem er flæktur í sviksamlegan og óútreiknanlegan heim demantaþjófnaðar og hina alræmdu Panther mafíu. Á sama tíma er risastórt rán í heimsins stærstu demantakauphöll í undirbúningi.
Útgefin: 16. apríl 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Browngardt
Leikarar: Eric Bauza, Candi Milo, Peter MacNicol, Kimberly Brooks, Carlos Alazraqui, Peter Browngardt
Porky og Daffy verða ólíklegar hetjur þegar skrípalæti þeirra í tyggjóverksmiðju bæjarins leiða í ljós háleynilegt geimverusamsæri. Þeir eru staðráðnir í að bjarga bænum og öllum heiminum ... ef þeir ná þá ekki að gera hvorn annan brjálaðan áður.
Útgefin: 16. apríl 2025
Drama
Leikstjórn Carol Morley
Leikarar: Monica Dolan, Kelly Macdonald, Christine Bottomley, Paul Miller, Judith Chandler, Gary Bates, Kya Brame, Pauline Whitaker, Neal Barry
Vinskapur tveggja kvenna styrkist í ökuferð í rafmagnsbíl þar sem þær leita sátta og endamarka.
Útgefin: 25. apríl 2025
GamanDrama
Leikstjórn Justin Anderson
Leikarar: Mackenzie Davis, Christopher Abbott, Anastasios Alexandropoulos, Ariane Labed, Freya Hannan-Mills, Nadine Labaki
Á sama tíma og hjónaband Joe og Isabel er að leysast upp finna þau Kitti, nakta ókunnuga konu, fljótandi í lauginni í sumarhúsi þeirra í Grikklandi, og bjóða henni að gista. Kitti safnar og borðar eitraðar jurtir og Nina, unglingsdóttir hjónanna, hrífst af henni. Mun Kitti geta hjálpað fjölskyldunni út úr erfiðleikunum?
Útgefin: 25. apríl 2025